Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Bændur slá í gegn á samfélagsmiðlum
Fréttir 9. febrúar 2024

Bændur slá í gegn á samfélagsmiðlum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Góður rómur hefur verið gerður að birtingu efnis og innsýnar úr íslenska bændasamfélaginu gegnum samfélagsmiðla Bændablaðsins.

Hundruð fylgjenda blaðsins hafa fylgst með daglegum störfum bænda, sem geta verið
æði misjöfn.

Síðastliðinn mánuð hafa tveir bændur opnað bú sín og sagt frá lífi sínu og starfi í myndböndum sem hafa birst sem sögur á Instagram- og Facebook-síðu Bændablaðsins. Eydís Rós Eyglóardóttir, kjúklingabóndi á Vatnsenda, reið á vaðið í byrjun janúar. Í tvær vikur gátu lesendur fylgst með hinum ýmsu daglegu verkum sem alifuglabónda bíður, svo sem að hreinsa hús, huga að tæknimálum og annast um heilsu og velferð fuglanna. Á undanförnum tveimur vikum hefur Ísak Jökulsson, kúabóndi á Ósabakka, svo sýnt hvað á daga hans hefur drifið á ansi hressandi hátt, enda hafa óveður og óvæntar uppákomur sett mark sitt á dagana. Helstu myndbönd bændanna eru svo sett saman í safn sem nálgast má á Instagram-síðu blaðsins sem er og verður áfram aðgengilegt.

Fylgjendum Bændablaðsins á Instagram hefur fjölgað mjög og mörg hundruð manns kjósa að fylgjast daglega með uppátækjum bænda. Tilgangur verkefnisins er að gefa lesendum raunsæja innsýn í bændasamfélagið og færa frumframleiðslu matvæla nær neytendum.

Næstu tvær vikurnar mun Óli Finnsson, garðyrkjubóndi í Heiðmörk, gefa lesendum innsýn inn í rekstur og starf ylræktarbónda en viðtal við hann má nálgast á síðu 55 í 3. tbl. Bændablaðsins

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.