Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Úr Hnausaskógi í Þorskafirði þar sem Arnlín er að segja frá Jochum sem hóf skógræktina á þessum stað.
Úr Hnausaskógi í Þorskafirði þar sem Arnlín er að segja frá Jochum sem hóf skógræktina á þessum stað.
Mynd / aðsend
Á faglegum nótum 17. júlí 2024

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum

Höfundur: Lilja Magnúsdóttir og Dagbjartur Bjarnason, eru í stjórn Félags skógarbænda á Vestfjörðum.

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum var haldinn á handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi laugardaginn 29. júní 2024.

Mættir voru 13 félagar. Naomi Bos formaður fór yfir starfið á árinu. Breytingar urðu á stjórn frá fyrra ári þannig að í stað Naomi og Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur í aðalstjórn voru kjörin þau Lilja Magnúsdóttir og Dagbjartur Bjarnason.

Stjórnin skipti með sér störfum á þá leið að Lilja Magnúsdóttir er formaður, Arnlín Óladóttir er gjaldkeri og Dagbjartur Bjarnason ritari. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var rætt um fyrirhugað málþing á Laugum í Sælingsdal þann 12. október í haust og drög að dagskrá sem lágu fyrir fundinum. Áhugi er fyrir því að fá formenn og stjórnir annarra skógarbændafélaga til skrafs og ráðagerða um að sameina krafta skógarbænda og ræða sameiginlega framtíðarsýn. Var nýrri stjórn falið að vinna þessar hugmyndir áfram og mun nýkjörin stjórn skógarbænda á Vestfjörðum setja sig í samband við kollega sína í öðrum landshlutum til að fá þá í lið með sér við þessa umræðu.

Mikill áhugi var fyrir málþinginu í haust og mun ný stjórn vinna áfram með drög að dagskránni og koma henni á framfæri sem allra fyrst.

Eftir fund var gengið um Skóga í þorskafirði undir handleiðslu Halldórs Þorgeirssonar og Eyglóar Gísladóttur ásamt Arnlín Óladóttur sem sögðu frá þessum fallega og sérstaka skógi. Jörðin Skógar eru í eigu Bahá‘í samfélagsins á Íslandi og hefur mikil vinna verið lögð þar í gróðursetningu og fegrun umhverfisins með stígagerð og auðveldara aðgengi.

Stjórn skógarbænda á Vestfjörðum skipa nú Lilja Magnúsdóttir, formaður, skógarbóndi í Tálknafirði, Dagbjartur Bjarnason, ritari, skógarbóndi í Dýrafirði og Arnlín Óladóttir, gjaldkeri, skógarbóndi í Bjarnarfirði á Ströndum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...