Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Trausti Hjálmarsson ávarpar samkunduna í Hörpu.
Trausti Hjálmarsson ávarpar samkunduna í Hörpu.
Mynd / Sigurjón Ragnar - MAR
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudaginn, en í henni er gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið innan 20 ára.

Um sameiginlega stefnu matvælaráðuneytisins, Matvælastofnunar og Bændasamtaka Íslands er að ræða og skrifuðu þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, og Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, undir hana.

Veikinni útrýmt, ekki smitefninu

Með nýrri landsáætlun er gert ráð fyrir nýrri nálgun, að í stað þess að reyna að útrýma smitefninu sé áhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun á fjárstofni sem er riðuþolinn, þar sem sauðfé ber verndandi arfgerðir gegn sjúkdómnum. Áfram verður þó haldið með aðgerðir til að hefta útbreiðslu á smitefninu.

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, kynnti drög að áætluninni fyrst á fagfundi sauðfjárræktarinnar í apríl á þessu ári, þar sem fram kom að hún hefði verið í nokkurra mánaða leyfi frá sínum embættisstörfum til að vinna að grunni nýrrar stefnumótunar. Byggir landsáætlunin á skýrslu sérfræðingahóps um riðu sem gefin var út í nóvember á síðasta ári. Í kjölfar þeirrar skýrslu var farið að beita niðurskurði í hjörðum þar sem riða kemur upp, í samræmi við tillögur sérfræðingahópsins. Til að mynda hefur bændum verið gefinn kostur á að hlífa kindum við niðurskurði sem eru með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir gegn riðusmiti, með þeim skilyrðum að nýr stofn sé ræktaður á grunni verndandi arfgerða.

Starfshópur var svo skipaður í byrjun þessa árs sem útfærði áætlunina frekar og um miðjan maí var hún lögð í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Áhættuflokkun bæja

Samkvæmt áætluninni skal ákvörðun um takmarkanir og aðgerðir á bæjum byggjast á áhættuflokkun þeirra. Takmarkanir á flutningi fjár, tækja, efna og svo framvegis, skulu byggja á líkum á að smitefnið berist í næmt fé við flutninginn. Ákvörðun um afléttingu takmarkana skal taka mið af framvindu ræktunar á fé með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.

Með landsáætluninni er stefnt að því að litlar líkur séu á að upp komi riðuveiki í sauðfjárhjörð á Íslandi frá og með árinu 2028 og að Ísland hafi hlotið viðurkenningu Evrópusambandsins árið 2032 um að hverfandi líkur séu á að upp komi riðuveiki í sauðfjárhjörð hér á landi.

Höftum aflétt af bændum

Í landsáætluninni kemur fram að með útgáfu hennar skapist aðstæður til að aflétta viðamiklum höftum jafnt og þétt, sem hvílt hafa á sauðfjárbændum í um 80 ár með hefðbundnu fyrirkomulagi varnarhólfa. Samhliða minnki fjárútlát hins opinbera vegna riðu í formi greiðslu kostnaðar vegna aðgerða við uppkomu riðuveiki, greiningu riðusýna og viðhald varnargirðinga. Stjórnsýsla við uppkomu riðuveiki og varnir gegn henni færast að mestu frá matvælaráðuneytinu (MAR) til Matvælastofnunar (MAST) og er gert ráð fyrir að stjórnsýslan í kringum riðuveiki muni dragast saman innan fárra ára með fækkun riðutilfella og varnarhólfa.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...