Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Durtur frá Hesti.
Durtur frá Hesti.
Mynd / RML
Fréttir 6. mars 2020

Bændur verðlaunaðir fyrir kynbótahrúta

Höfundur: smh
Á fagfundi sauðfjárræktarinnar á föstudaginn var samkvæmt venju afhent verðlaun sæðingastöðvanna; annars vegar fyrir besta lambaföður stöðvanna og hins vegar mesta kynbótahrút stöðvanna.  
 
Að sögn Eyþórs Einarssonar, sauðfjárræktarráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), er  besti lambafaðirinn valinn út frá árangri hans frá liðnu hausti; út frá niðurstöðum lambadóma, kynbótamats og þungauppgjöri úr skýrsluhaldinu. Mesti kynbótahrúturinn byggir á alhliða reynslu hans sem lambaföður og ærföður. Hann þarf að eiga orðið tvo árganga af dætrum, tilkomnum í gegnum sæðingar, með afurðauppgjör. Eyþór segir að sauðfjárræktarráðunautar RML sjái um valið á þessum hrútum út frá ákveðinni forskrift.  
 
Eyþór Einarsson rökstyður valið á Durti.
 
Þroskamikil afkvæmi, með góðan bakvöðva og úrvals lærahold
 
Eyþór kynnti besta lambaföður stöðvanna árið 2019, sem er Durtur 16-994 frá Hesti. Í yfirliti hans kom fram að Durtur væri sonur Rudda 15-737 frá Hesti og dóttursonur Danna 12-923 frá Sveinungsvík. „Í þriðja ættlið standa þeir á bakvið hann; Garri 11-908 frá Stóra-Vatnshorni, Grábotni 06-833 frá Vogum 2 og Hergill 08-870 frá Laxárdal. Í fljótu bragði virðist því „Hestblóðið“ ekki þykkt sem um æðar hans rennur. Hins vegar er það í gegnum suma þessa áðurnefndu stöðvahrúta sem rekja má ættir hans í helstu stórstjörnur Hestbúsins á síðari árum og má þar nefna Kveik 05-965, Raft 05-966 og Lóða 00-871. 
 
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tekur við verðlaunum fyrir Durt.
 
Durtur var valinn á sæðingastöð á grunni afkvæmarannsóknar á Hesti haustið 2017.  Hann fékk strax ágætar viðtökur.  Haustið 2018 voru stigaðir 80 synir hans vítt og breitt um landið. Þar kom fram mikið af kostagripum og vinsældir hans jukust í kjölfarið.  Síðasta haust átti hann næststærsta hóp lambhrúta sem til skoðunar kom, eða 250 hrútlömb. Þá hefur Durtur þegar skilað öflugum syni inn á stöðvarnar, Glæponi 17-809 frá Hesti.  
 
Afkvæmi Durts eru yfirleitt þroskamikil, með góðan bakvöðva og úrvals lærahold. Ullin er lakasti eiginleiki þeirra. Durtur er engin fituleysiskind en gefur þó ekki óhóflega feitt. Kynbótamat hans fyrir fitu er nú 99 stig. Hann skilar frábæru holdfyllingarmati hjá sláturlömbum. Kynbótamat hans fyrir þann eiginleika stendur nú í 125 stigum. Þar með trónir hann á toppnum fyrir þann eiginleika með afgerandi hætti af núlifandi stöðvahrútum sem hlotið hafa reynslu í gegnum sæðingar.
 
Durtur gefur úrvals gerð og góðan þroska.  Hann hlýtur nafnbótina „besti lambafaðirinn“ fyrir árið 2019,“ sagði í kynningu Eyþórs.
 
 
 
Klettur 13-962.
 
Klettur fer ákaflega vel af stað
 
Árni B. Bragason, sauðfjár­ræktarráðunautur hjá RML, kynnti mesta alhliða kynbótahrút sæðingastöðvanna árið 2020, sem er Klettur 13-962 frá Borgarfelli í Skaftártungu. 
 
Árni B. Bragason fer yfir sterkar ættir Kletts á Borgarfelli.
 
Árni sagði að sterkar ættir stæðu að Kletti, sem byggðu á hinni öflugu fjárrækt heima á Borgarfelli í bland við kynbótahrúta af sæðingastöðvunum. „Faðir hans er sonur Stála 06-831 frá Teigi í Fljótshlíð og móðir hans dóttir Kveiks 05-965 frá Hesti. Bæði föðurmóðir og móðurmóðir rekja ættir sínar að Hesti að hluta til og þarf ekki að rekja ættir þeirra langt aftur til að finna höfðingja eins og Hyl 01-883, Bút 93-982 og Möl 95-812. Gunnlöð 08-932 móðir Kletts var frábær afurðaær. Hún bar 24 lömbum og af þeim 13 valin til lífs. Gunnlöð var með 9,9 afurðastig að loknu æviskeiði sínu 9 vetra gömul. 
 
Klettur var valinn til notkunar á sæðingastöðvunum sumarið 2016.  Hann fékk strax góðar viðtökur hjá bændum vítt og breitt um landið og var árlega í hópi mest notuðu stöðvahrútanna þá þrjá vetur sem hann þjónaði þar. Samkvæmt Fjárvís hafa verið skráðar 3.150 sæddar ær við Kletti. 
 
Árni B. Bragason, Sveinn Sigurmundsson og Anton T. Bergsson frá Búnaðarsamtökum Vesturlands.
 
Afkvæmi Kletts eru jafnan fremur þroskamikil, þykkt bakvöðva og stigun þeirra hefur legið nærri meðaltölum stöðvahrútanna og þessi lömb eru yfirleitt fremur fitulítil. Hann stendur nú í 109 stigum fyrir gerð samkvæmt BLUP kynbótamati og 115 stigum fyrir fitu. Klettur fer ákaflega vel af stað sem ærfaðir eins og væntingar stóðu til. Dæturnar eru prýðilega frjósamar og stendur hann nú í 112 í kynbótamati fyrir þann eiginleika. Þær virðast jafnframt mjög mjólkurlagnar og þar stendur kynbótamat Kletts í 116. Klettur er því kominn í hóp öflugustu ærfeðra sem fram hafa komið í ræktunarstarfinu.  
 
Klettur er að verða mikill ættfaðir og nú þegar hafa komið fram nokkrir synir hans sem virðast mjög spennandi lambafeður. Næsta víst má telja að afkomendur Kletts verði að finna í hópi stöðvahrútanna á komandi árum. 
 
Klettur er sannarlega einn af öflugustu alhliða kynbótagripum stöðvanna og er vel að því kominn að vera útnefndur „mesti kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2020“.
 
Fyrir hönd sæðingastöðvanna afhenti Anton T. Bergsson frá Búnaðarsamtökum Vesturlands verðlaunin. Eyjólfur Kristinn Örnólfsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands, tók við verðlaununum fyrir hönd Hestbúsins. Sveinn Sigurmundsson, frá  Búnaðarsambandi Suðurlands, tók við verðlaununum fyrir hönd bændanna á Borgarfelli, þeirra Sigfúsar Sigurjónssonar og Lilju Guðgeirsdóttur. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...