Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
svæði þessara fugla á Íslandi er að stórum hluta innan eignarlanda bænda sem hafa atvinnu af nýtingu landsvæðisins. Því er þekking þeirra á umgengni um land í þágu fuglalífs mikilvæg.
svæði þessara fugla á Íslandi er að stórum hluta innan eignarlanda bænda sem hafa atvinnu af nýtingu landsvæðisins. Því er þekking þeirra á umgengni um land í þágu fuglalífs mikilvæg.
Mynd / LJ
Fréttir 9. ágúst 2017

Bændur viljugir að taka tillit til fuglalífs við landnýtingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Vaðfuglar um allan heim standa höllum fæti, að hluta til vegna landnýtingar og ákefðar landbúnaðar. Ísland er mikilvægt varpsvæði fyrir sjö tegundir vaðfugla sem allar hafa hnignandi stofna á heimsvísu. Dr. Lilja Jóhannesdóttir kannaði viðhorf bænda í tengslum við fuglavernd og landnýtingu. 
 
„Í Evrópu má leiða líkum að því að nokkrum vaðfuglategundum hafi verið útrýmt af stórum svæðum samhliða útbreiðslu ræktaðs lands og aukinni landbúnaðarframleiðslu. Miklu fé er kostað til að reyna að vernda og byggja upp þá litlu stofna sem eftir standa,“ segir dr. Lilja Jóhannesdóttir sem kannaði tengsl landbúnaðar og vaðfuglastofna á norðlægum slóðum í lokaverkefni sínu frá Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
 
Sjö tegundir vaðfugla eru algengar á landbúnaðarsvæðum á Íslandi: stelkur, jaðrakan, tjaldur, hrossagaukur, lóuþræll, heiðlóa og spói. Þessar tegundir finnast um allt land en þéttleiki þeirra er nokkuð mismunandi milli landshluta. 
 
Yfir helmingur bænda myndu stýra beit fyrir fugla ef upplýsingar lægju fyrir. Mynd/Tómas Grétar Gunnarsson
 
 
Kjörsvæði þessara fugla á Íslandi er að stórum hluta innan eignarlanda bænda sem hafa atvinnu af nýtingu landsvæðisins. Því er þekking þeirra á umgengni um land í þágu fuglalífs mikilvæg. Lilja ákvað að kanna viðhorf þeirra og heimsótti hún bændur víða um land og ræddi við þá um náttúruvernd og landnotkun. 
 
Bændur jákvæðir fyrir fuglavernd
 
Samkvæmt niðurstöðum rannsókna hennar er líklegt að flatarmál ræktaðs lands aukist á næstu árum. 
 
„Ég spurði bændur hvort þeir hyggðust auka flatarmál ræktaðs lands á næstu fimm árum. Yfir helm­ingur, eða 63%, sögðust vera líklegir eða mjög líklegir til að auka við ræktað land. Nokkrir voru hlutlausir en af þeim 20% sem sögðust ólíklegir eða mjög ólíklegir til að auka ræktun kváðust 8% ekki hafa meira land til ræktunar,“ segir Lilja. 
 
Þá spurði Lilja um viðhorf til fuglaverndar. „Nær allir bændur, eða 97% þeirra, sögðu að það væri mikilvægt eða mjög mikilvægt að hafa ríkulegt fuglalíf á jörðum sínum. Eldri bændur reyndust ívið jákvæðari fyrir fuglavernd en þeir yngri. Þegar ég spurði hvort bændur tækju tillit til fugla við landnotkun sögðust aðeins um 30% þegar gera það. Þegar ég spurði um hvaða aðgerðir það væru sem bændur gripu til fyrir fugla voru algengustu svörin að þeir reyndu að hlífa fuglum í slætti og tjörnum við raski,“ segir Lilja.
 
Myndu ekki seinka slætti
 
Lilja kannaði ennfremur afstöðu þeirra til nokkurra þátta varðandi landnotkun í þágu fuglalífs. 
 
„Yfir helmingur bænda taldi að þeir myndu gjarnan stýra beit fyrir fugla ef upplýsingar um slíkt lægju fyrir. Þá var spurt hvort bændur væru líklegir til að hlífa tjörnum og pollum við framræslu. Yfir 90% sögðust þegar gera það eða vera líklegir til að hlífa þessum mikilvægu búsvæðum,“ segir Lilja.
 
 
Lilja heimsótti bændur víða um land í rannsóknarskyni.
 
Að síðustu var spurt hvort að mögulegt væri að seinka slætti ef það gæti hjálpað fuglum en flestir töldu það ómögulegt vegna norðlægrar stöðu landsins. Fæstir töldu að greiðslur myndu breyta afstöðu þeirra. 
 
Vefsíða væntanleg
 
Af þeim svörum sem hún fékk má draga þá ályktun að íslenskir bændur séu yfir höfuð meðvitaðir um mikilvægi ríkulegs fuglalífs á landi sínu. Þeir eru jafnframt líklegir til að stýra almennri landnotkun á jörðum sínum til hagsbóta fyrir fugla, en sér í lagi ef þeir hefðu upplýsingar um hvaða hluti jarðarinnar væru mikilvægastir.
 
Því væri þörf á aðgengilegum upplýsingum fyrir bændur og ætlar Lilja að bæta um betur. Hún hlaut nýverið styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar til að útbúa vefsíðu sem innihalda mun upplýsingar um mikilvægi íslenskra búsvæða fyrir þessar tegundir sem og verndaraðgerðir og leiðir sem bændur geta nýtt sér til að auðga fuglalíf á landi sínu.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...