Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bætur greiddar út vegna kals- og girðingatjóna
Fréttir 25. janúar 2021

Bætur greiddar út vegna kals- og girðingatjóna

Höfundur: ehg

Í lok síðustu viku voru greiddar úr Bjargráðasjóði 442 milljónir króna í bætur til bænda vegna mikils kals- og girðingatjóns sem varð veturinn 2019-2020.

Að tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra voru sjóðnum tryggðar 500 milljónir aukalega til að hann gæti komið til móts við bændur vegna þess mikla tjóns sem varð á ræktarlandi og girðingum.

Styrkir greiddir til 183 umsækjenda
Kaltjón varð óvenju mikið sem þýddi mikla uppskerurýrnun sumarið 2020. Það hafði í för með sér mikinn kostnað bænda við endurræktun sem og við að afla nægilegs fóðurs fyrir líðandi vetur með heykaupum, leigutúnum eða öðrum lausnum. Girðingartjón varð einnig verulegt vegna snjóþyngsla.

Með var hægt að veita bændum styrki sem  samsvara um helmingi tjónsins samkvæmt mati Bjargráðasjóðs. Kaltjón varð alls á 4.776 hekturum ræktarlands hjá þeim sem sóttu um til sjóðsins auk tjóns á 221,6 kílómetrum af girðingum. Alls bárust 212 umsóknir vegna kaltjóns. Stjórn sjóðsins ákvað að greiða styrki til 183 umsækjenda, alls að upphæð kr. 381,4 m. kr.

Mörk um eigin áhættu
Við mat á tjóni einstakra umsækjenda var meginforsendan umfang kals, að frádreginni 25% eigin áhættu, en einnig er tekið tillit til uppskeru 2020 samanborið við árin 2018 og 2019 sem og kostnaðar við leigu á túnum og flutningi á aðkeyptu fóðri ef um það var að ræða. Ástæða þess að umsækjendur fá ekki styrki er í öllum tilvikum sú að tjónið féll innan marka eigin áhættu.

Alls bárust 73 umsóknir vegna girðingatjóns. Stjórn sjóðsins ákvað að greiða styrki til 72 umsækjenda, alls að upphæð kr. 60,6 m.kr. Við mat á tjóni einstakra umsækjenda var meginforsendan lengd og tegund girðingar auk aldurs hennar Bjargráðasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 49/2009 og er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...