Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Barnaþrælkun við námugröft
Fréttir 18. febrúar 2016

Barnaþrælkun við námugröft

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mannréttindasamtökin Amnesty International segjast vera búin að rekja uppruna kóbalts sem notað er í rafhlöður sem aftur eru meðal annars notaðar í tölvur og farsíma til náma í Afríkuríkinu Kongó þar sem sjö ára börn vinna við námugröft.

Samkvæmt Amnesty þræla allt niður í sjö ára börn tólf tíma á dag við lífshættulegar aðstæður í námum í Kongó þar sem unnið er kóbalt sem fyrirtæki eins og Apple, Microsoft og Vodafone nota við framleiðslu á tölvum, farsímum og fjarskiptabúnaði. Ríflega helmingur af öllu kóbalti á markaði í heiminum kemur frá Kongó.

Tölvu- og fjarskiptafyrirtæki helstu kaupendur kóbalts

Í skýrslu Amnesty um málið segir að kóbaltið úr umræddum námum sé aðallega að finna í lithiun-batteríum sem seld eru til margra fjölþjóðlegra tölvu- og fjarskiptafyrirtækja.

Laun þeirra, barna og fullorðinna, sem vinna við námugröftinn eru sögð vera einn til tveir bandaríkjadalir á dag eða um 130 til 260 krónur íslenskar og því í raun um þrældóm að ræða. Aðstæður starfsfólks eru sagðar fyrir neðan allar hellur og hreinlætis- og svefnaðstæður ekki fólki bjóðandi. Í skýrslunni segir einnig að fólk sé kúgað af öryggisvörðum til að láta af hendi þau litlu laun sem það fær.

Starfsfólk þarf að skila tilskildu magni af kóbalti eða vinnu á dag og standi það sig ekki er það beitt ofbeldi og barið reyni það að kvarta.

40 þúsund börn í Kongó þræla í námum

Samkvæmt skýrslu Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, frá 2102, starfa um 40 þúsund börn við námuvinnslu í Kongó og um 20% af þeim i kóbaltnámum.

Vinnustundir barnanna er að lágmarki tólf klukkustundir á dag án hlífðarbúnaðar og viðunandi heilsugæslu.

Stærsta kóbaltnáma í Kongó er í eigu og rekið af kínverska námufyrirtækinu Zhejiang Huayou Cobalt Ltd. Í skýrslu Amnesty er haft eftir talsmanni fyrirtækisins að honum sé ekki kunnugt um að börn séu við störf í námum þess.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...