Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bein útsending frá kynbótasýningu og úrtöku Spretts
Fréttir 3. júní 2016

Bein útsending frá kynbótasýningu og úrtöku Spretts

Landssamband hestamannafélaga og Landsmót hestamanna hafa gengið frá samkomulagi við hugbúnaðarfyrirtækið OZ um umsjón með streymi á myndefni frá Landsmóti hestamanna sem hefst á Hólum í Hjaltadal 27. júní nk.

Liður í undirbúningi fyrir þessar útsendingar er bein útsending frá yfirlitssýningu kynbótahrossa í Spretti föstudaginn 3. júní sem og útsending frá Gæðingamóts Spretts 4. júní og 5. júní.

Í tilkynningu frá verkefnisstjórn Landsmóts hestamanna segir að á yfirlitssýningunni í Spretti munu koma fram margir af hæst dæmdu graðhestum og hryssum landsins, t.d. Hrafn frá Efri-Rauðalæk, Jarl frá Árbæjarhjáleigu, Ölnir frá Akranesi, Konsert frá Hofi, Nípa frá Meðalfelli, Hnit og Jörð frá Koltursey.

Í Gæðingakeppni Spretts mæta einnig glæsilegir gæðingar sem vert er að fylgjast með, t.d. Arion frá Eystra-Fróðholti, Straumur frá Feti, Stemma frá Bjarnanesi, Lexus frá Vatnsleysu og Vökull frá Efri-Brú.

Auk beinnar útsendingar gefst notendum OZ-appsins og vefsins að horfa á upptökur frá hverjum degi fyrir sig eftir að keppni lýkur.

Tilraunaútsendingin er áhorfendum að kostnaðarlausu

Til að nálgast útsendinguna er byrjað að skrá sig í gegnum https://oz.com/LH og velja “GET ACCESS”, til að fá frían aðgang. Eftir skráningu má hlaða niður appi fyrir öll helstu tæki, eða horfa á útsendinguna í gegnum vefinn.

Ætlunin er að bjóða upp á fyrsta flokks streymi frá kynbótasýningum og gæðingakeppni á Landsmóti í gegnum OZ appið þar sem einnig verður hægt að nálgast eldra efni tengt hestamennskunni.  Þá er ætlunin að önnur mót s.s. Íslandsmót verði einnig aðgengileg. Nánari útfærsla á útsendingum frá LM, verð, ofl. verður kynnt fljótlega,“ segir í tilkynningunni.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...