Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Fréttir 31. janúar 2017

Beingreiðslur í sauðfjárrækt ekki lengur greiddar fyrsta virkan dag í febrúar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, segir að vegna nýrra búvörusamninga og í samræmi við reglugerð um stuðning í sauðfjárrækt eigi að gera árs­áætlun um heildargreiðslur fyrir 15. febrúar.

Fyrsta greiðsla á að fara fram í febrúar en í reglugerðinni kemur ekki fram nákvæmlega hvenær.
Vakin er athygli á því að fyrstu greiðslur til sauðfjárbænda eru áætlaðar um miðjan febrúar samkvæmt nýjum búvörusamningi og í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 sem var birt á síðustu dögum nýliðins árs. Matvælastofnun gerir ársáætlun um heildargreiðslur til framleiðenda fyrir 15. febrúar eins og áður segir. Um er að ræða beingreiðslur, gæðastýringargreiðslur, greiðslur fyrir ullarnýtingu og svæðisbundinn stuðning. Beingreiðslur í sauðfjárrækt eru hluti ársáætlunarinnar og því var gert ráð fyrir að þær yrðu ekki lengur greiddar fyrsta virkan dag í febrúar eins og verið hefur.

Jón Baldur segir hins vegar að í ljósi þess að það kæmi sér illa fyrir bændur að fá ekki neina greiðslu í byrjun febrúar, þá sé unnið að því að greiða beingreiðslur til sauðfjárbænda strax í byrjun febrúar.
Það yrði þá fyrirframgreiðsla, sem síðan verði hluti af ársáætluninni yfir allar stuðningsgreiðslur. 
 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...