Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Það getur valdið heilabrotum að raða hrútum í sæti.
Það getur valdið heilabrotum að raða hrútum í sæti.
Mynd / Aldís Gunnarsdóttir
Fréttir 21. nóvember 2016

Biskup valinn fegursti forystuhrúturinn í Svalbarðshreppi

Höfundur: DH
Mánudaginn 31. október var haldin hrútasýning á vegum sauðfjárræktarfélagsins Þistils í Þistilfirði. Sýningin var haldin í fjárhúsunum í Garði og mættu allmargir bændur með hrúta sína. Mikil hefð er fyrir hrútasýningum í Þistilfirði og hefur þátttaka yfirleitt verið góð þar.
 
Sýningin var í þremur hlutum, veturgamlir hrútar, lambhrútar og fegursti forystuhrúturinn. Ráðunautarnir Steinunn Anna Halldórsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson dæmdu hrútana.
 
Af veturgömlu hrútunum var efstur hrútur frá Svalbarði, Óður 15-101 undan Ljúflingi 11-101 frá Hagalandi. Móðir Óðs er 11-110 undan hrút frá Sandfellshaga 2, Gunna 09-103. Í öðru sæti var hrútur frá Gunnarsstaðabúinu, Keisari 15-043. Faðir hans var Kóngur 122-044, heimaalinn undan Gosa frá Ytri-Skógum. Móðir Keisara, 10-081 er undan Hróa frá Geirmundarstöðum. Í þriðja sæti var hrútur frá Hófataki á Gunnarsstöðum. Hann heitir Viti 15-340 undan Fjarka 10-150 frá Sandfellshaga 2 og móðir Vita er Elska 08-190 undan heimahrút, Kóng Gosasyni.
 
Af lambhrútunum var efstur hrútur no. 171 frá Flögu, í eigu Fjólu Runólfsdóttur í Hófataki á Gunnarsstöðum. Hrúturinn er undan Dofra 15-261 frá Flögu undan Hvata 13-926 og Kríu 07-027 sem er undan Lóðasyni. Í öðru sæti var hrútur no. 16-150 frá Hagalalandi, undan Grím 14-955 frá Ytri-Skógum og Klöppu 14-468 í Hagalandi en hún er undan Saum 12-915 frá Ytri-Skógum. Í þriðja sæti var einnig hrútur no. 10 frá Hagalandi, í eigu Gunnarsstaðabúsins, sonur Jökuls 13-158 í Hagalandi, Válasonar. Móðir hrútins er 11-120 í Hagalandi undan Ljóma 10-151 frá Hafrafellstungu.
 
Í annað sinn er valinn fegursti forystuhrútur Þistilfjarðar. Þar eru aðrar áherslur í ræktuninni. Þar eru kostirnir að vera háfættur, litfagur, athugull, að bera sig vel og að vera ekki of villtur. Í ár var það hrútur frá Laxárdal, í eigu Friðgeirs Óla Eggertssonar, Biskup 16-325 undan Draumi 15-325 Flórgoðasyni og Etnu 12-084 sem er frá Holti. Biskup  er af langræktuðu forystukyni í Þistilfirði og hefur flesta þá kosti sem forystuhrútur þarf að hafa.
 
Fræðasetur um forystufé gefur eignabikar fyrir fegursta hrútinn og er það hvatning til þeirra sem rækta forystufé en í Þistilfirði eru forystukindur á flestum bæjum. Þær eru mikið notaðar við rekstra milli hólfa og þegar sleppt er á fjall á vorin og á haustin eru þær notaðar við innrekstur og þegar verið er að flytja fé milli hólfa.
 
Að lokinni sýningunni bauð Þistill upp á kaffi og meðlæti. Þar spjallaði fólk saman, karpaði um hvort rétt væri raðað í sæti en þar eru menn sjaldan sammála. Nokkrir hrútar skiptu um eigendur enda er þetta góður vettvangur til að skoða hrútakost annarra og skipta á hrútum.

4 myndir:

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...