Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bjarni framkvæmdastjóri Votlendissjóðs
Fréttir 14. nóvember 2018

Bjarni framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

Bjarni Jónsson, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri Siðmenntar og þar áður framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.

Bjarni Jónsson.

Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að hlutverk hans sé að vinna að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga. „Fjölmargir sérfræðingar eru í baklandinu og veita sérfræðiráðgjöf eins og Landgræðslan, Landbúnaðarháskólinn, Fuglavernd, Rannsóknarsetur HÍ á Suðurlandi og Náttúrstofurnar, Náttúrufræðistofnun, PWC, Vegagerðin, Háskóli Íslands ofl.

Markmið Votlendissjóðs er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis. Hlutverk hans er  að efla samstarf við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga.“

Sjóðurinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni

„Endurheimt votlendis er afar mikilvægur þáttur í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til þess að ná markmiðum sem Íslandi hefur sett sér fyrir árið 2030. Með þeim nást markmið Sameinuðu þjóðanna að draga úr hlýnun jarðar,“ segir í tilkynningunni.

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...