Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bjóða félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna
Mynd / Bbl
Fréttir 18. febrúar 2021

Bjóða félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Bændasamtök Íslands í samstarfi við Byggðastofnun og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bjóða nú félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna og ráðgjöf vegna umsókna.

Um er að ræða reynsluverkefni sem stendur til 1. júní 2021.  Félagsmönnum býðst viðtal við ráðgjafa þar sem boðin er aðstoð við að móta og lýsa verkefnishugmynd í stuttu ágripi. Í framhaldinu fær viðkomandi félagsmaður upplýsingar um með hvaða hætti væri unnt að fá áframhaldandi stuðning við útfærslu og framkvæmd verkefnisins.

Miðað er við að hver félagsmaður fái tvær vinnustundir án endurgjalds vegna þessa. Horft verði til verkefna sem verða sem mest í höndum bænda og tengjast rekstri og afurðum viðkomandi með beinum hætti. Ekki verður að þessu sinni horft til verkefna sem ætluð eru til hagnýtingar fyrir búgreinar eða landsvæði í heild, né fræðilegra rannsókna.  

Ráðgjafar Bændasamtaka Íslands eru bundnir trúnaði um þau verkefni sem félagsmenn vinna að undir merkjum verkefnisins.

Vert er að hvetja áhugasama að hafa samband og panta viðtal við ráðgjafa í síma 563 0300 eða senda tölvupóst á netfangið:  kma@bondi.is.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...