Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Björn Líndal Traustason, nýr kaupfélagsstjóri Vestur Húnvetninga, sem tekur við starfinu 1. nóvember næstkomandi.
Björn Líndal Traustason, nýr kaupfélagsstjóri Vestur Húnvetninga, sem tekur við starfinu 1. nóvember næstkomandi.
Mynd / Einkasafn
Fréttir 8. september 2020

Björn Líndal Traustason er nýr kaupfélagsstjóri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Kaupfélags Vestur-Hún­vetninga hefur ráðið Björn Líndal Traustason í starf kaup­félags­­stjóra Kaupfélags Vestur-Húnvetninga.

Hann hefur síðustu ár starfað sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Stranda­manna, en gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sveitar­félaga á Norðurlandi vestra. Björn Líndal er með Bs gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og M.A. gráðu í skattarétti og reikningsskilum frá Háskóla Íslands. Björn tekur við starfinu af Reimari Marteinssyni þann 1. nóvember næstkomandi. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá stjórn kaupfélagsins.

111 ára kaupfélag

„Kaupfélagið hefur starfað frá árinu 1909 og er því 111 ára. Það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem eiga svo langa og farsæla sögu. Ég tek við afar góðu búi þar sem Kaupfélagið hefur eflst mjög á undanförnum árum undir öruggri stjórn Reimars, sem stýrt hefur félaginu síðustu 13 ár. Ég finn til mikillar ábyrgðar og auðmýktar gagnvart starfinu og sögu Kaup­félagsins,“ segir Björn Líndal.

Sex félagsdeildir

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga var stofnað 20. mars 1909 á Hvamms­tanga og er félagssvæði þess Húna­­þing vestra. Félagsmenn eru 383 talsins í 6 félagsdeildum. Á Hvammstanga rekur félagið kjörbúð, byggingarvöruverslun og búvöruverslun. Félagið á einnig og rekur fasteignir sem hýsa m.a. starfsemi Selaseturs Íslands, Fæðingar­orlofssjóðs og veitinga­staðarins Sjávarborgar. Kaupfélagið á einnig hlut í nokkrum fyrirtækjum, m.a. 50% hlut í sláturhúsinu á Hvammstanga. Rekstrartekjur kaupfélagsins á árinu 2019 námu um 864 milljónum og var hagnaður af rekstri samstæðunnar rúmar 50 milljónir króna. Heildareignir félagsins námu um 728 milljónum króna og var eigið fé í árslok 2019 um 518 milljónir króna. Fjöldi ársverka hjá félaginu eru 19.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...