Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bolti 09021 frá Birtingarholti IV þykir afbragð íslenskra nauta.
Bolti 09021 frá Birtingarholti IV þykir afbragð íslenskra nauta.
Fréttir 2. maí 2017

Bolti besta nautið fætt 2009

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bolti 09021 frá Birtingarholti í Hrunamannahreppi hlaut nafnbótina: „Besta naut fætt árið 2009“ en um það var tilkynnt á aðalfundi Landssambands kúabænda á Akureyri nýlega. 
 
Ræktendur Bolta eru þau Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir og Sigurður Ágústsson. Faðir Bolta er Spotti 01028 frá Brúnastöðum í Flóa og móðir hans er Skinna 192, móðurfaðir er Snotri 01027 frá Selalæk á Rangárvöllum. 
 
Í umsögn um dætur Bolta segir að þær séu afburðakýr og hlutföll verðefna í mjólk í meðallagi, þær eru sérlega stórar og háfættar með mikla boldýpt og útlögur en yfirlínan fremur veik, malir sérlega breiðar, hallandi og flatar. Fótstaða þeirra er ákaflega sterk og góð, júgurgerð þeirra úrvalsgóð, vel löguð og sérlega vel borin með mikla festu og sterkt júgurband. Spenagerð er góð, þeir eru hæfilega stuttir og grannir og vel settir. Dætur Bolta eru góðar í mjöltum og skapið í meðallagi. 

Skylt efni: besta nautið

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...