Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bóndinn yrði sektaður kæmi málið upp í dag
Mynd / úr safni BBL
Fréttir 26. apríl 2017

Bóndinn yrði sektaður kæmi málið upp í dag

Höfundur: smh
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að það hefði fengið í hendur gögn Matvælastofnunar í máli sem kom upp í júlí 2015, en þá var bóndi grunaður um að hafa beitt kvígu á Norðvesturlandi ofbeldi sem leiddi til dauða hennar. Bóndinn fékk einungis áminningu, en gögnin geyma vitnisburð ungrar dóttur bóndans sem segir föður sinn hafa dregið kvíguna á bíl sínum með hálsbandi og lamið með girðingastaur. 
 
Þegar fréttir bárust af málinu fyrir um ári síðan neitaði Matvælastofnun að láta gögn um málið af hendi til Ríkisútvarpsins. Það var kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem skyldaði svo Matvælastofnun fyrir skemmstu að afhenda gögnin. Fyrst þyrfti þó að afmá öll nöfn úr gögnunum. 
 
Rök Matvælastofnunar fyrir því að bóndinn var einungis áminntur, voru þau að á þeim tíma þegar málið kom upp hafi stofnunin ekki verið byrjuð að beita refsiákvæðum nýrra laga. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið á þriðjudaginn að hefði sambærilegt brot verið framið í dag myndi stofnunin leggja sekt á bóndann. Hún telur brot bóndans refsivert, en hann hafði viðurkennt alvarleika brotsins.
 
Í umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið kemur fram að samkvæmt lögum um velferð dýra ber Matvælastofnun að vísa meiri háttar brotum til lögreglu. Það sé Matvælastofnunar að meta hvenær þetta eigi við. 
 
BÍ fordæma illa meðferð á dýrum
 
Í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í gærmorgun fordæmdi Sindri Sigurgeirsson alla illa meðferð á dýrum undir nokkrum kringumstæðum og sagði slíkt ekki verjandi. 
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...