Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bóndinn yrði sektaður kæmi málið upp í dag
Mynd / úr safni BBL
Fréttir 26. apríl 2017

Bóndinn yrði sektaður kæmi málið upp í dag

Höfundur: smh
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að það hefði fengið í hendur gögn Matvælastofnunar í máli sem kom upp í júlí 2015, en þá var bóndi grunaður um að hafa beitt kvígu á Norðvesturlandi ofbeldi sem leiddi til dauða hennar. Bóndinn fékk einungis áminningu, en gögnin geyma vitnisburð ungrar dóttur bóndans sem segir föður sinn hafa dregið kvíguna á bíl sínum með hálsbandi og lamið með girðingastaur. 
 
Þegar fréttir bárust af málinu fyrir um ári síðan neitaði Matvælastofnun að láta gögn um málið af hendi til Ríkisútvarpsins. Það var kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem skyldaði svo Matvælastofnun fyrir skemmstu að afhenda gögnin. Fyrst þyrfti þó að afmá öll nöfn úr gögnunum. 
 
Rök Matvælastofnunar fyrir því að bóndinn var einungis áminntur, voru þau að á þeim tíma þegar málið kom upp hafi stofnunin ekki verið byrjuð að beita refsiákvæðum nýrra laga. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið á þriðjudaginn að hefði sambærilegt brot verið framið í dag myndi stofnunin leggja sekt á bóndann. Hún telur brot bóndans refsivert, en hann hafði viðurkennt alvarleika brotsins.
 
Í umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið kemur fram að samkvæmt lögum um velferð dýra ber Matvælastofnun að vísa meiri háttar brotum til lögreglu. Það sé Matvælastofnunar að meta hvenær þetta eigi við. 
 
BÍ fordæma illa meðferð á dýrum
 
Í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í gærmorgun fordæmdi Sindri Sigurgeirsson alla illa meðferð á dýrum undir nokkrum kringumstæðum og sagði slíkt ekki verjandi. 
 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...