Brothættar byggðir styrktar
Styrkjum til ýmissa verkefna í brothættum byggðum hefur verið úthlutað.
Byggðastofnun segir frá úthlutun rúmra 48,5 milljóna króna til 72 verkefna sem styrkja á byggð, búsetu og mannlíf byggðarlaga sem starfa undir merkjum Brothættra byggða.
Meðal verkefna sem hlutu styrk er vöruþróun á nautakjöti, hvítlauksræktun og ullarvinnsla í Dalabyggð, verkefni um iðnaðarreykhús, kaffibrennslu og verslun á Stöðvarfirði, bjórbrugg og framleiðslueldhús á Ströndum og kjötvinnsla í Árneshreppi.
Verkefninu Brothættar byggðir var komið á fót með Byggðaráætlun 2014–2017 sem sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Markmið verkefnisins er m.a. að stöðva viðvarandi fólksfækkun og leita lausna með íbúum byggðar- laganna í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, sveitarfélög og brottfluttra íbúa. Þau byggðarlög sem hluti eru af verkefninu í dag eru Dalabyggð, Stöðvarfjörður, Strandabyggð og Bakkafjörður.