Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá Strandabyggð.
Frá Strandabyggð.
Mynd / ghp
Fréttir 16. júní 2023

Brothættar byggðir styrktar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Styrkjum til ýmissa verkefna í brothættum byggðum hefur verið úthlutað.

Byggðastofnun segir frá úthlutun rúmra 48,5 milljóna króna til 72 verkefna sem styrkja á byggð, búsetu og mannlíf byggðarlaga sem starfa undir merkjum Brothættra byggða.

Meðal verkefna sem hlutu styrk er vöruþróun á nautakjöti, hvítlauksræktun og ullarvinnsla í Dalabyggð, verkefni um iðnaðarreykhús, kaffibrennslu og verslun á Stöðvarfirði, bjórbrugg og framleiðslueldhús á Ströndum og kjötvinnsla í Árneshreppi.

Verkefninu Brothættar byggðir var komið á fót með Byggðaráætlun 2014–2017 sem sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Markmið verkefnisins er m.a. að stöðva viðvarandi fólksfækkun og leita lausna með íbúum byggðar- laganna í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, sveitarfélög og brottfluttra íbúa. Þau byggðarlög sem hluti eru af verkefninu í dag eru Dalabyggð, Stöðvarfjörður, Strandabyggð og Bakkafjörður.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...