Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá Strandabyggð.
Frá Strandabyggð.
Mynd / ghp
Fréttir 16. júní 2023

Brothættar byggðir styrktar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Styrkjum til ýmissa verkefna í brothættum byggðum hefur verið úthlutað.

Byggðastofnun segir frá úthlutun rúmra 48,5 milljóna króna til 72 verkefna sem styrkja á byggð, búsetu og mannlíf byggðarlaga sem starfa undir merkjum Brothættra byggða.

Meðal verkefna sem hlutu styrk er vöruþróun á nautakjöti, hvítlauksræktun og ullarvinnsla í Dalabyggð, verkefni um iðnaðarreykhús, kaffibrennslu og verslun á Stöðvarfirði, bjórbrugg og framleiðslueldhús á Ströndum og kjötvinnsla í Árneshreppi.

Verkefninu Brothættar byggðir var komið á fót með Byggðaráætlun 2014–2017 sem sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Markmið verkefnisins er m.a. að stöðva viðvarandi fólksfækkun og leita lausna með íbúum byggðar- laganna í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, sveitarfélög og brottfluttra íbúa. Þau byggðarlög sem hluti eru af verkefninu í dag eru Dalabyggð, Stöðvarfjörður, Strandabyggð og Bakkafjörður.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...