Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan og félagsmenn Landverndar ýttu verkefninu Græðum Ísland úr vör með gróðursetningu birkitrjáa við Hekluskóga.
Sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan og félagsmenn Landverndar ýttu verkefninu Græðum Ísland úr vör með gróðursetningu birkitrjáa við Hekluskóga.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 1. júní 2017

Brýnt að endurheimta landkosti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Græðum Ísland er yfirskrift á nýju sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu sem ýtt var úr vör við Þjófafoss í Þjórsá laugardaginn 13. maí sl. Verkefnið felst í því að bjóða ferðamönnum, nemendahópum og fyrirtækjum, erlendum og íslenskum, að taka þátt í endurheimt örfoka lands. 
 
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd standa fyrir verkefninu en það er unnið í samstarfi við Hekluskóga, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar. Þá nýtur verkefnið framlög úr söfnun WOW air meðal farþega fyrirtækisins, ásamt styrkjum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Ferðafélagi Íslands.
 
Í sumar mun verkefnið fara fram á Hekluskógasvæðinu á Suðurlandi en jafnframt er leitað að fleiri hentugum svæðum víðs vegar um land. Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi styrkir verkefnið nú á fyrsta ári og því er sérstök áhersla lögð á að fá sjálfboðaliða frá Bandaríkjunum í ár. Það voru einmitt sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan í Bandaríkjunum sem, ásamt félagsmönnum Landverndar, gróðursettu birkiplöntur við land Þjófafoss við setningarathöfn verkefnisins. 
 
„Ég fagna mjög þessu átaki og tel að það veki með verðugum hætti athygli á þessu brýna verkefni okkar þjóðarinnar, að endurheimta landkosti. Það er í anda landgræðslustarfsins að það komi sem allra flestir, innlendir og erlendir gestir, að þessu þýðingarmikla verkefni því að við Íslendingar erum svo óendanlega rík af illa förnu landi að verkefnin eru nánast óþrjótandi,“ segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, sem er verndari verkefnisins. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...