Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búfé lógað vegna hita
Fréttir 31. janúar 2019

Búfé lógað vegna hita

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vegna gríðarlegra hita í Ástralíu hafa yfirvöld gefið leyfi fyrir því að dýrum sem eru aðframkomin af þorsta verði lógað. Hitinn sem víða hefur farið í 50° á Celsíus er svo hár að leðurblökur og fuglar hafa dottið af himnum ofan dauð vegna hans.

Nú þegar hafa 2.500 úlfaldar sem eru með þolnustu dýrum þegar kemur að vatnsskorti verið skotin í vesturhluta álfunnar. Auk þess er talið að lóga verði fjölda hrossa, geita og asna sem ekki finna vatn eða bithaga vegna þurrka.

Fjöldi villtra og húsdýra hafa fundist við uppþornuð vatnsból þar sem hitinn er mestur.

Hitamet í Ástralíu eru slegin ár eftir ár og er ástæðan almenn hlýnun andrúmsloftsins vegna loftslagsbreytinga af völdum sífells aukins magns gróðurhúsalofttegunda á andrúmsloftinu. Spár gera ráð fyrir að hiti í Ástralíu muni halda áfram að vaxa á næstu árum og að hitabylgjurnar komi til með að standa lengur og auka þannig enn á vatnsskort. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...