Búfjáreign Íslendinga var samtals um 1,6 milljónir dýra í árslok 2019
Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búfénaður landsmanna taldist vera 1.556 dýr, en inni í þeirri tölu er áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross, en erfiðlega virðist ganga að fá sannar rauntölur um hross frá eigendum þeirra.
Hefur þetta verið viðvarandi vandamál um áraraðir þó reynt hafi verið að gera ýmsar ráðstafanir á undanförnum árum til að lagfæra framkvæmd gagnasöfnunar um hrossaeign.
Búfénaður landsmanna taldist vera 1.556 dýr, en inni í þeirri tölu er áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross.
Samkvæmt haustskýrslum bænda eru hrossin talin vera 54.715 en þeir sem best þekkja til telja þá tölu ekki standast. Því er sett hér inn áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross. Þarna er skekkja upp á 16.285 hross sem hrossaeigendur hljóta sóma síns vegna að leggja áherslu á að koma á hreint.
Tölur um svín sýna einungis gyltur og gelti, enda erfitt að henda reiður á fjölda grísa frá mánuði til mánaðar. Það sama á við um fjölda unga í alifuglaeldi. Í sauðfé er einungis verið að tala um vetrarfóðrað fé, ekki lömb sem fæðast að vori og er slátrað að hausti. Í loðdýraeldi er líka einungis verið að tala um fullorðin eldisdýr, högna og læður.