Búið er að ganga frá árgjaldi fyrir Fjárvís 2015
Í maí 2014 hófu Bændasamtök Íslands útsendingu rafrænna reikninga. Ef bændur óska eftir, þá er hægt að fá prentaða reikninga senda heim með póstinum.
Sú breyting verður nú, að gjald verður lagt á þessa þjónustu til að standa undir kostnaði sem henni fylgir. Umsýslugjaldið verður kr. 500 sem bætist við upphæð reiknings. Þeir sem vilja spara sér þennan kostnað framvegis geta haft samband við Bændasamtök Íslands í síma 563-0300 eða á netfang jl@bondi.is
Þeir sem ekki hafa beðið um að fá reikning sendan í pósti sleppa að sjálfsögðu við umsýslugjaldið.