Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tók við verðlaununum fyrir hönd fjárræktarbúsins á Hesti. Böðvar Sigvaldi Böðvarsson og Ólöf Þorsteinsdóttir, bændur á Mýrum 2 í Hrútafirði, hlutu verðlaun fyrir besta lambaföðurinn. Mynd / HKr.
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tók við verðlaununum fyrir hönd fjárræktarbúsins á Hesti. Böðvar Sigvaldi Böðvarsson og Ólöf Þorsteinsdóttir, bændur á Mýrum 2 í Hrútafirði, hlutu verðlaun fyrir besta lambaföðurinn. Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2017

Burkni og Bekri verðlaunahrútar sæðingastöðvanna 2017

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í tengslum við aðalfund LS fór fram verðlaunaveiting sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföður stöðvanna framleiðsluárið 2015 til 2016 og mesta kynbótahrútinn árið 2017.

Hrúturinn Burkni 13-951 frá Mýrum 2 í Hrútafirði hlaut viðurkenninguna sem besti lamba­faðirinn. Í umsögn vegna viðurkenningarinnar segir m.a. að Burkni hafi fyrst vakið eftirtekt fyrir framúrskarandi niðurstöður í stórri afkvæmarannsókn. Gæði hans voru síðan enn betur staðfest í afkvæmarannsókn á vegum sauðfjársæðingastöðvanna fyrir úrvalshrúta úr Miðfjarðarhólfi, sem fram fór að Þóroddsstöðum í Hrútafirði.

Í umsögn um Bekra 12-91 segir m.a.: Bekri var valinn til notkunar á sæðingastöðvunum að aflokinni afkvæmarannsókn á Hesti haustið 2013.

Hann skipaði sér strax í hóp með betri lambafeðrum stöðvanna og síðan hefur reynsla af dætrum verið mjög jákvæð og ýtt frekar undir vinsældir hans. Eftir fyrstu þrjá vetur á stöð höfðu 2.546 ær verið sæddar við honum samkvæmt skráningum í Fjárvís.is. Haustið 2016 var hann síðan einn af mest notuðu hrútum stöðvanna og útsendir skammtar rétt um 2.000.

Einkennandi fyrir afkvæmin er góður þroski og mikil holdfylling. Afkvæmin eru yfirleitt jafnvaxin og heilsteyptir einstaklingar, mörg hver glæsigripir sem bjóða af sér góðan þokka. Dæturnar, sem þegar telja á sjötta hundrað á skýrslum, eru bæði frjósamar og mjólkurlagnar. 

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...