Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Burt með allan njóla og kerfil
Fréttir 26. júlí 2023

Burt með allan njóla og kerfil

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Njóli og kerfill voru til umræðu í umhverfisnefnd Hrunamannahrepps á dögunum.

Halldóra Hjörleifsdóttir.

Nefndin hefur með sérstakri bókun hvatt íbúa sveitarfélagsins, lóða- og landeigendur til að hreinsa dauðan og illa farinn gróður af lóðum og fjarlægja ágengar gróðurtegundir eins og kerfil og njóla, til að sporna við útbreiðslu.

„Fólk er því miður frekar rólegt í að ráðast í þá vinnu að eyða þessum tegundum. Auðvitað eru nokkrir sem eru mjög duglegir og við mættum öll taka þau okkur til fyrirmyndar, t.d. hafa bræðurnir Guðmundur og Sigurður Magnússynir verið ansi duglegir að vinna að því að reyna að uppræta þessar tegundir og þá sérstaklega kerfilinn. Þeir hafa gefið sér tíma til að stoppa hvar sem þeir eru á ferðinni og moka upp brúska með vegum. Það hafa því fleiri en við Hrunamenn fengið að njóta þeirra verka. Nauðsynlegt er að fara í sameiginlegt átak í eyðingu og svo að vinna jafnt og þétt að því að halda þessum tegundum niðri. Við verðum að gera þetta saman, annars tekst þetta ekki,“ segir Halldóra Hjörleifsdóttir, formaður nefndarinnar.

Halldóru þykir slæmt þegar njóli nær að dreifa sér eins mikið og hann er að gera í Hrunamannahreppi, það sé ekki til mikillar prýði fyrir samfélagið.

„Kerfillinn er ansi skæður þar sem hann dreifir sér hratt og yfirtekur jarðveginn og skemmir fyrir öðrum gróðri í kringum sig. Njólinn er ekki eins slæmur með það, en það er með hann eins og kerfilinn að hann er fljótur að dreifa sér og það er mjög slæmt að fá hann í tún og grænmetisgarða því hvorki menn né skepnur vilja éta hann. Best væri auðvitað að finna eitthvert gagn af þessum tegundum og nýta þær. Slæmt er að þurfa að eyða tíma í að útrýma þessum gróðri sem virðist dafna sama hversu leiðinlegt veðurfarið er hjá okkur.“

Skylt efni: Hrunamannahreppur

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...