Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Burt með allan njóla og kerfil
Fréttir 26. júlí 2023

Burt með allan njóla og kerfil

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Njóli og kerfill voru til umræðu í umhverfisnefnd Hrunamannahrepps á dögunum.

Halldóra Hjörleifsdóttir.

Nefndin hefur með sérstakri bókun hvatt íbúa sveitarfélagsins, lóða- og landeigendur til að hreinsa dauðan og illa farinn gróður af lóðum og fjarlægja ágengar gróðurtegundir eins og kerfil og njóla, til að sporna við útbreiðslu.

„Fólk er því miður frekar rólegt í að ráðast í þá vinnu að eyða þessum tegundum. Auðvitað eru nokkrir sem eru mjög duglegir og við mættum öll taka þau okkur til fyrirmyndar, t.d. hafa bræðurnir Guðmundur og Sigurður Magnússynir verið ansi duglegir að vinna að því að reyna að uppræta þessar tegundir og þá sérstaklega kerfilinn. Þeir hafa gefið sér tíma til að stoppa hvar sem þeir eru á ferðinni og moka upp brúska með vegum. Það hafa því fleiri en við Hrunamenn fengið að njóta þeirra verka. Nauðsynlegt er að fara í sameiginlegt átak í eyðingu og svo að vinna jafnt og þétt að því að halda þessum tegundum niðri. Við verðum að gera þetta saman, annars tekst þetta ekki,“ segir Halldóra Hjörleifsdóttir, formaður nefndarinnar.

Halldóru þykir slæmt þegar njóli nær að dreifa sér eins mikið og hann er að gera í Hrunamannahreppi, það sé ekki til mikillar prýði fyrir samfélagið.

„Kerfillinn er ansi skæður þar sem hann dreifir sér hratt og yfirtekur jarðveginn og skemmir fyrir öðrum gróðri í kringum sig. Njólinn er ekki eins slæmur með það, en það er með hann eins og kerfilinn að hann er fljótur að dreifa sér og það er mjög slæmt að fá hann í tún og grænmetisgarða því hvorki menn né skepnur vilja éta hann. Best væri auðvitað að finna eitthvert gagn af þessum tegundum og nýta þær. Slæmt er að þurfa að eyða tíma í að útrýma þessum gróðri sem virðist dafna sama hversu leiðinlegt veðurfarið er hjá okkur.“

Skylt efni: Hrunamannahreppur

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...