Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ónýt felga og marið dekk eftir viðureign við brotholu í illa skemmdu malbiki.
Ónýt felga og marið dekk eftir viðureign við brotholu í illa skemmdu malbiki.
Mynd / HLJ
Fréttir 12. apríl 2017

Dapurt ástand vega og viðhald

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir nokkru las ég í einhverjum miðli að minna væri um „brotaholur“ í malbiki í Reykjavík eftir veturinn miðað við undanfarna vetur. 
 
Síðustu þrjá vetur hafa komið stórar holur í malbikið í Reykjavík á tímabilinu frá febrúar og fram í maí.
Nú í ár eru holurnar ekki færri, en sökum góðrar tíðar í vetur eru holurnar ekki eins stórar og undanfarna vetur. Þessar stóru holur eyðilögðu ófá dekkin og felgurnar á smærri bílum og þá aðallega á bílum sem eru með dekk, sem stundum eru kölluð „lakkrísreimar“ af þeim sem ekki eru hrifnir af þessari tískubylgju að vera á stórum felgum með breið dekk sem varla eru með hærri prófíl en reiðhjóladekk. Álfelgur sem eru undir flestum nýjum bílum brotna oft við höggið sem kemur á þær við að keyra ofan í svona holur, en stálfelgur er í mjög mörgum tilfellum hægt að laga. 
 
Holurnar ekkert færri en undanfarin ár
 
Sem atvinnubílstjóri fer ég víða um bæinn og fannst mér fréttin um færri holur í Reykjavík frekar skrítin því að mér finnst holurnar vera mun fleiri en undanfarin vor. Hins vegar eru flestar holurnar smærri og minna af stórum djúpum og slæmum holum. 
 
Undanfarinn mánuð hef ég séð örfáar verulega varasamar holur, en nánast um leið og holurnar urðu varasamar var kominn vinnuflokkur til að fylla í holurnar varanlegu efni, eitthvað sem ekki var síðustu þrjá vetur bíleigendum til mikillar gremju. Það sem verra er að út á þjóðvegunum er komið mikið af holum sem eru orðnar verulega varasamar vegna þess að hraðinn þar er miklu meiri og samfara meiri hraða er hættan á slysum meiri ef maður missir stjórn á ökutæki við að keyra yfir skemmdir í malbikinu.
 
Hélt að bílstjóri í Húnavatnssýslu væri svartfullur
 
Vegurinn frá Reykjavík og upp að Litlu kaffistofu er verulega illa farinn, en á þessum kafla eru miklir malarflutningar vörubíla farnir að setja mikil skörð og lægðir í veginn. Afgerandi verstur er fyrsti kafli þessa vegar frá Rauðavatni og upp að Lögbergsbrekku. Þar er vegurinn bara einfaldur og álagið allt of mikið. Ég ek þennan vegkafla reglulega og sé alltaf nýja holu í hvert sinn sem ég fer þar um. 
 
Fyrir skömmu fór ég veginn á milli Reykjavíkur og Akureyrar og á leiðinni til baka á stuttum kafla rétt sunnan við Blönduós tók ég eftir undarlegu aksturslagi bílsins sem var fyrir framan mig. Þessi bíll virtist vera frekar óstöðugur á veginum, fór sikk, sakk á milli vegkantanna í löngum sveigum, það hefði mátt halda að bílstjórinn væri svartfullur undir stýri. Ég var fljótur að átta mig á að bílstjórinn var allsgáður.
Hann var bara að sveigja frá holunum sem voru í veginum. Var ég fljótur að taka upp aksturslag hans eftir að hafa lamið bílnum í nokkrar holur í malbikinu. Mér til mikillar gremju beygði bíllinn heim að sveitabæ í Víðidal. Varð ég þá að treysta á mína eigin sjón í holusviginu eftir að heimamaðurinn, sem greinilega þekkti hverja holu á veginum þarna, var farinn af vettvangi. Kannski er þarna komið atvinnutækifæri fyrir hugaða ökumenn að lóðsa bílalestir um krákustíga á milli hola á þjóðvegum landsins. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...