Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þetta er í annað sinn sem Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir hljóta verðlaunin ræktunarbú ársins.
Þetta er í annað sinn sem Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir hljóta verðlaunin ræktunarbú ársins.
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Fréttir 10. desember 2021

Dass af skemmtilegri tilviljun og heppni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ræktunarbú Birnu Tryggvadóttur og Agnars Þórs Magnússonar, Garðshorn á Þelamörk, var valið ræktunarbú ársins 2021 á ráðstefnunni Hrossarækt 2021 sem fór fram í lok nóvember.

Ræktun þeirra Birnu og Agnars hefur verið tilnefnt til verðlaunanna nær árlega síðan 2014, þegar þau hlutu þennan sama titil.
Þau eru sammála um að góðar ræktunarhryssur væri grunnurinn að vel heppnaðri hrossarækt. En margt fleira spilar þó inn í. „Viljinn til að gera vel, gott atlæti hrossanna, sjálfsgagnrýni, reynsla, þekking og vinnusemi þeirra sem eiga í hlut, þ.e.a.s. okkar og þeirra sem hafa starfað með okkur,“ segja þau.

Birna sýnir hér Afródítu frá Garðshorni á Þelamörk. Mynd /Kolbrún Grétarsdóttir.


„Auk þess spilar ákveðin tilviljun og heppni inn í því við veljum ekki kaupendur af okkar hrossum heldur velja kaupendur hrossin. Það er því algjör tilviljun og heppni sem felst í því að hitta inn á góða kaupendur sem ná góðum árangri á hrossunum. Ekkert útpælt excel skjal heldur samspil margra liða, dass af skemmtilegri tilviljun og heppni sem leiðir til þessarar góðu niðurstöðu,“ bætir Birna við.
Sjö hross úr ræktun þeirra voru sýnd í kynbótadómum á árinu. Meðalaldur þeirra er fimm ár.


Þrjú fjögurra vetra hross voru sýnd frá búinu og hlutu þau öll fyrstu einkunn, þau Ómar, Aðalheiður og Afródíta. Sú síðastnefnda hlaut þar hæstu einkunn fjögurra vetra hryssna á landsvísu, 8,33 en endurreiknuð aðaleinkunn án skeiðs er 8,36. Afródíta er undan tveimur hrossum frá búinu, en móðir hennar er stofnræktunarhryssan Elding frá Lambanesi og faðirinn Grímur frá Garðshorni á Þelamörk.
Stóðhesturinn Glundroði var hæst dæmdi hestur búsins á árinu, hlaut 8,50 í aðaleinkunn. Hann er undan Ágústu frá Garðshorni á Þelamörk og Konsert frá Hofi.


Stóðhesturinn Kastor hlaut hæstu einkunn fyrir kosti, 8,62 þar af hlaut hann einkunnina 10 fyrir skeið í báðum kynbótasýningunum sem hann tók þátt í.
„Við höfum verið heppin að seld hross lenda í góðum höndum. Í ár voru tveir stóðhestar sem við höfðum selt sýndir og hlutu báðir um 8,50 í aðaleinkunn hjá nýjum eigendum,“ segir Birna.


Meðaltal aðaleinkunna fimm efstu hrossa úr búinu er 8,36 en uppreiknuð aldursleiðrétt aðaleinkunn mun vera 8,51.

Fjórtán bú tilnefnd

Fagráð í hrossarækt tilnefndi eftirfarandi bú til þessarar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, auk sigurvegaranna: Austurás, Efri-Fitjar, Efsta-Sel, Fákshólar, Flugumýri, Hemlu II, Hjarðartún, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishóla, Prestsbæ, Ragnheiðarstaði, Sauðanes, Skipaskaga og Stuðla.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...