Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Það er dýrt að flýta sér of mikið og dæla röngu eldsneyti á bílinn.
Það er dýrt að flýta sér of mikið og dæla röngu eldsneyti á bílinn.
Mynd / HLJ
Fréttir 15. desember 2017

Desember með öllu sínu „stressi”

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist 17 ára var Opel Rekord 1966 sem þá var orðinn 11 ára gamall og afar þreyttur. Hann var svo þreyttur að vinna þurfti í honum í einn dag svo að hægt væri að keyra hann í tvo daga. 
 
Opel Rekord var einn mest seldi bíllinn frá Opel og var afar vinsæll sem fjölskyldubíll á árunum 1966 til 1970. Nú er kominn nýr rúmgóður og kraftmikill bíll frá Opel sem er sportlegur fjölskyldubíll með gott innrými og pláss fyrir mikinn farangur.
 
Mikið lagt upp úr öryggi og þægindum
 
Opel Insigma er fáanlegur í þrem mismunandi gerðum, Enjoy 1,5L bensín-túrbó, Innovation  1,5L bensín-túrbó og 1,6L dísil-túrbó. Bíllinn sem ég prófaði var 1,5L bensín-túrbó bíllinn sem skilar 165 hestöflum (dísilbíllinn er 136 hestöfl). 
 
Öryggisþættirnir eru margir, s.s. akreinalesari sem les ótrúlega vel hvítu línurnar í vegköntunum þrátt fyrir að þær séu ekki alltaf vel sjáanlegar með berum augum. Blindhornsvari og hliðarvörn er í bílnum, fjarlægðarvari í næsta bíl fyrir framan sem lætur vita hvort ekið sé of nálægt næsta bíl fyrir framan (mismunandi fjarlægð sem miðast út frá hraða hverju sinni).
 
Þægindi fyrir ökumann og farþega, frammi í bílnum er hiti í sætum og upp á bak, en bíllinn sem prófaður var er með leðursæti og í svoleiðis bílum finnst mér að öll sæti ættu að vera upphituð (líka aftursæti). Einnig er hiti í stýrinu sem hentar vel í kulda eins og hefur verið undanfarna daga.
 
Bakkmyndavél og skiltalesari að verða staðalbúnaður í bílum
 
Síðustu 3–5 ár hefur orðið mikil framför hjá flestum bílaframleiðendum samanber að nú eru flestir bílar komnir með bakkmyndavél, GPS leiðsögukerfi, blindhornsvara og skiltalesara sem les umferðarskiltin um hámarkshraða og lætur vita í mælaborðið hver hámarkshraðinn er á hverjum stað. Í sumum bílum er hægt að stilla hámarkshraðann í bílnum eftir þessum skiltalesara. 
 
Allur þessi búnaður er í Opel Insigma og meira til, s.s. bílastæðaaðstoð (hjálpar til að leggja í stæði) og sjálfvirk rafstýrð neyðarhemlun svo eitthvað er nefnt. 
 
Að sitja í ökumannssætinu getur stundum verið þreytandi, en í Opel Insigma er hægt að stilla bílstjórasætið á átta vegu og einnig að setja fram litla framlengingu fyrir læri (sem mér finnst mjög gott þegar ekið er langt). 
 
Eyðsla minni en ég gerði ráð fyrir
 
Að keyra bílinn er gott og hávaði að utan inn í bílinn er með minna móti sem bendir til þess að bíllinn sé vel hljóðeinangraður. 
 
Fjöðrun er skemmtileg á malbiki, stíf og með sportbílaeiginleika. Á malarvegi var fjöðrunin of stíf þar sem dekkin gefa nánast ekkert eftir þegar ekið er í dæmigerðar holur á malarvegum. Bíllinn sem ég prófaði var á 18 tommu felgum, en hægt er að fá hann á 17 tommu felgum með hærri dekkjum sem gefa betur eftir á möl, en eru síðri í miklum leik á malbiki. 
 
Þrátt fyrir að bíllinn væri á harðkorna vetrardekkjum mældist hávaðinn inni í bílnum ekki nema 58db. (mæli alltaf eins með db. mæli á hægra læri á 90 km hraða á malbiki).
 
Fyrirfram hafði ég ímyndað mér að svona stór bíll með svona kraftmikla vél væri að eyða nálægt 10 lítrum á hundraðið, en að loknum prufuakstri hafði ég farið 120 km. Í blönduðum akstri og samkvæmt aksturstölvunni var mín eyðsla 8,5 lítrar á hundraðið á meðalhraða upp á 49 km.
Fáir mínusar, en margir plúsar
 
Eftir aksturinn fór ég yfir alla þá þætti sem prófaðir voru, en mér fannst bíllinn frekar hastur á holóttum malarvegum. 
 
Full lágt var til lofts fyrir farþega í aftursætum. Voru aðeins örfáir sentímetrar til lofts frá mínu höfði þegar ég sat í aftursætinu, en ég er 175 cm. 
 
Varadekkið er það sem ég kalla aumingi og varla boðlegt íslensku vegakerfi. Plúsarnir voru svo fjölmargir að varla er pláss á prenti fyrir þá alla, en hrifnastur var ég af hitanum í stýrinu, fjarlægðarskynjaranum í næsta bíl á undan, stóru farangursrými, hljómtækjunum, hljóðeinangrun frá umhverfishljóðum og ökumannssætinu. 
 
Verðið á Opel Insigma er frá 4.290.000 og upp í 4.990.000.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...