Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Íslenskt lambakjöt“ var fyrsta íslenska verndaða afurðarheitið.
„Íslenskt lambakjöt“ var fyrsta íslenska verndaða afurðarheitið.
Mynd / Bbl
Fréttir 8. október 2020

Dregist hefur að virkja alþjóðlega vernd fyrir íslenskar afurðir

Höfundur: smh

Fyrir skemmstu greip Matvælastofnun til aðgerða gegn óleyfilegri notkun á tilteknum erlendum afurðaheitum á Íslandi. Stofnunin beindi þá tilmælum til nokkurra matvælafyrirtækja að stöðva notkun afurðaheita á matvörum sem njóta alþjóðlegrar verndar samkvæmt milliríkjasamningi. Sambærileg vernd fyrir íslenskar afurðir í Evrópu er hins vegar ekki enn orðin virk.

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir að aðgerðirnar beinist gegn tveimur afurðaheitum, „Feta“ og „Beyonne“.  Ekki sé hægt að nota þessi for- eða viðskeyti á heitum á íslenskum matvörum, osti og skinku, eins og tíðkast hefur. „Framleiðendur hafa tekið ábendingum Matvælastofnunar vel.  Þetta ætti að vera horfið úr hillum matvöruverslana eða um það bil að hverfa. Í einhverjum tilfellum var veittur frestur svo ekki þyrfti að henda miklu magni af umbúðum.  Sá frestur er þó um það bil að renna út,“ segir Einar Örn.

Tvö vernduð íslensk afurðaheiti hafa ekki fengið vernd í Evrópu

Milliríkjasamningur um gagnkvæma vernd afurðaheita hefur verið í gildi milli Íslands og Evrópusambandsins síðan 1. maí 2016 og byggir hann á lögum um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, númer 130/2014.

Íslendingar eiga tvö vernduð afurðaheiti, „Íslenskt lambakjöt“ og „Íslensk lopapeysa“ sem gert er ráð fyrir að hljóti sambærilega alþjóðlega vernd. Að sögn Einars hefur slík vernd dregist. „Í lögum nr. 130/2014 um vernd afurðaheita o.fl. er sérstakur kafli (V. kafli) um vernd heita erlendra afurða á Íslandi. Um vernd íslenskra afurðaheita erlendis fer eftir ákvæðum samnings milli Íslands og Evrópusambandsins um vernd landfræðilegra merkinga landbúnaðarafurða og matvæla. Í 10. grein samningsins er fjallað um sameiginlega nefnd sem hefur það hlutverk að sjá um rétta framkvæmd samningsins og ber ábyrgð á tilteknum hlutum sem taldir eru upp í greininni. Dregist hefur að koma þessari nefnd á laggirnar og það skýrir hvers vegna það hefur ekki verið gengið endanlega frá evrópskri vernd á þeim afurðum sem verndar njóta á Íslandi. Unnið er að því að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar.“

Einar Örn segir að nýlega hafi Matvælastofnun borist þriðja íslenska umsóknin um vernd á ákveðinni afurð. Hún sé í vinnslu hjá stofnuninni. „Umsóknirnar hafa það sem af er reynst færri en ætlað var þegar lögin voru samin.  Starfshópurinn sem samdi frumvarp til laga um vernd afurðaheita gerði ráð fyrir að innan við 10–15 umsóknir myndu berast fyrstu 5–10 árin ef frumvarpið yrði að lögum.  Lögin tóku gildi í árslok 2014 og verða því senn liðin sex ár frá því þau tóku gildi.“

Eftirlitið í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaga

„Þar sem eftirlit með vernd afurðarheita er samkvæmt lögunum að stórum hluta í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaga stefnir Matvælastofnun að ítarlegri kynningu á þessu máli fyrir framkvæmdastjórum heilbrigðisnefndanna nú í haust.  Einnig þarf að semja leiðbeiningar.  Ég flutti reyndar stutta kynningu á þessu máli fyrir þessum aðilum á reglulegum samráðsfundi Matvælastofnunar og heilbrigðisnefndanna fyrir tveimur árum en síðan þá hefur lopapeysan bæst við en þess má geta að samkvæmt lögunum er eftirlit með vernd þess afurðaheitis í höndum heilbrigðisnefndanna en ekki Matvælastofnunar.

Þessi mál öll hafa því farið frekar hægt af stað á Íslandi en gera má ráð fyrir að það muni breytast,“ segir Einar Örn Thorlacius.

Einar Örn Thorlacius lögfræðingur hjá Matvælastofnun.

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...