Dregur úr loftmengun í Kína
Nýjar rannsóknir benda til að dregið hafi úr loftmengun í Kína á síðustu árum og að dauðsföll af hennar völdum hafi dregist saman. Mest loftmengun í dag mælist í borgum á Indlandi.
Áætluð dauðsföll af völdum loftmengunar í Kína eru sögð færri en þau voru árið 1990 en þau náðu hámarki árið 2013. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni má rekja færri dauðsföll til markvissra aðgerða stjórnvalda til að draga úr mengun frá umferð og iðnaði í 74 borgum víðs vegar um landið.
Þrátt fyrir góðan árangur er talið að rúmlega 1,2 milljónir Kínverja deyi á ári vegna slæmra loftgæða.