Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dularfullt hvarf á tveimur hest­um af girtu túni í Borgarfirði
Fréttir 17. mars 2016

Dularfullt hvarf á tveimur hest­um af girtu túni í Borgarfirði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þórdís Mjöll Reynisdóttir, hestakona í Borgarfirði, saknar tveggja hesta sem hurfu úr girðingu á eyðibýlinu Gljúfrá í Borgarfirði um mánaðamótin október-nóvember síðastliðinn. Þykir brotthvarf þeirra dularfullt í meira lagi. 
 
Þessir hestar eru ótamdir og á sjötta vetri. Annar er dökkjarpur og heitir Garri. Hann er skráður í Worldfeng með númerið IS 2010 13 6611. Hinn er rauðjarpur og heitir Glæðir og er með númerið IS 210 13 6612.
 
Tilkynnt til lögreglu
 
„Ég var ekki á svæðinu þegar þeir hurfu og ég tilkynnti þetta til lögreglu,“ segir Þórdís. Hún segir að búið hafi verið að gelda þessa hesta og þeir hafi verið inni á túninu á Gljúfrá með sjö hryssum sem tilheyrðu henni líka.
 
„Ég hafði þá graða til þriggja vetra en þá geldi ég þá. Þeir voru þarna á túninu og búnir að skipta með sér hryssunum og allt virtist í góðu lagi þegar þeir hverfa allt í einu. Það er óskiljanlegt að bara þeir tveir fari frá hryssunum út úr girðingunni. Þarna voru tvær hryssur sem þessir hestar komu með úr stóði og því undarlegt að þeir yfirgefi þær. Ég trúi því heldur ekki að brotthvarf þeirra sé einhver tilviljun. 
Þetta er mjög tilfinningaríkt fyrir mig. Ég keypti þessa hesta, þá veturgamla fola, af Þorvaldi Jósepssyni sem bjó einu sinni í Sveinatungu og er annálaður hrossaræktandi. Það hafði verið draumur minn lengi að eignast hross frá honum. Ég keypti þessa tvo og þeir áttu að fara í tamningu þegar þeir hurfu af girtu túninu.“
 
Túnið girt með tveggja strengja rafgirðingu
 
Þórdís segir að túnið hafi verið með tveggja strengja rafmagnsgirðingu og girt gaddavír að auki meðfram skurðum. Hún segist hafa keypt girðinguna af þeim sem þar voru áður. Segir Þórdís að þegar hrossin hafi verið búin að vera þarna í mánuð, þá hafi farið að bera á því að klippt var á strengi og hrossin hafi fælst úr girðingunni með miklum tryllingi og inn á afréttinn við Langavatn og upp í Sauðhúsaskóg.  
 
Flúði með hrossin niður í Leirársveit
 
„Það endaði með því að ég flúði þaðan með hrossin fyrir nokkru að Neðra-Skarði í Leirársveit. Ég tel sterkar líkur á að hestarnir tveir hafi horfið af mannavöldum. Ég vil þó ekki vera að ásaka einhvern ákveðinn þótt ég hafi mínar grunsemdir,“ segir Þórdís.
 
Ef einhver verður hestanna tveggja var, þá er hægt að hafa samband við Þórdísi Mjöll Reynisdóttur í síma 868-1995.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...