Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dularfullt hvarf á tveimur hest­um af girtu túni í Borgarfirði
Fréttir 17. mars 2016

Dularfullt hvarf á tveimur hest­um af girtu túni í Borgarfirði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þórdís Mjöll Reynisdóttir, hestakona í Borgarfirði, saknar tveggja hesta sem hurfu úr girðingu á eyðibýlinu Gljúfrá í Borgarfirði um mánaðamótin október-nóvember síðastliðinn. Þykir brotthvarf þeirra dularfullt í meira lagi. 
 
Þessir hestar eru ótamdir og á sjötta vetri. Annar er dökkjarpur og heitir Garri. Hann er skráður í Worldfeng með númerið IS 2010 13 6611. Hinn er rauðjarpur og heitir Glæðir og er með númerið IS 210 13 6612.
 
Tilkynnt til lögreglu
 
„Ég var ekki á svæðinu þegar þeir hurfu og ég tilkynnti þetta til lögreglu,“ segir Þórdís. Hún segir að búið hafi verið að gelda þessa hesta og þeir hafi verið inni á túninu á Gljúfrá með sjö hryssum sem tilheyrðu henni líka.
 
„Ég hafði þá graða til þriggja vetra en þá geldi ég þá. Þeir voru þarna á túninu og búnir að skipta með sér hryssunum og allt virtist í góðu lagi þegar þeir hverfa allt í einu. Það er óskiljanlegt að bara þeir tveir fari frá hryssunum út úr girðingunni. Þarna voru tvær hryssur sem þessir hestar komu með úr stóði og því undarlegt að þeir yfirgefi þær. Ég trúi því heldur ekki að brotthvarf þeirra sé einhver tilviljun. 
Þetta er mjög tilfinningaríkt fyrir mig. Ég keypti þessa hesta, þá veturgamla fola, af Þorvaldi Jósepssyni sem bjó einu sinni í Sveinatungu og er annálaður hrossaræktandi. Það hafði verið draumur minn lengi að eignast hross frá honum. Ég keypti þessa tvo og þeir áttu að fara í tamningu þegar þeir hurfu af girtu túninu.“
 
Túnið girt með tveggja strengja rafgirðingu
 
Þórdís segir að túnið hafi verið með tveggja strengja rafmagnsgirðingu og girt gaddavír að auki meðfram skurðum. Hún segist hafa keypt girðinguna af þeim sem þar voru áður. Segir Þórdís að þegar hrossin hafi verið búin að vera þarna í mánuð, þá hafi farið að bera á því að klippt var á strengi og hrossin hafi fælst úr girðingunni með miklum tryllingi og inn á afréttinn við Langavatn og upp í Sauðhúsaskóg.  
 
Flúði með hrossin niður í Leirársveit
 
„Það endaði með því að ég flúði þaðan með hrossin fyrir nokkru að Neðra-Skarði í Leirársveit. Ég tel sterkar líkur á að hestarnir tveir hafi horfið af mannavöldum. Ég vil þó ekki vera að ásaka einhvern ákveðinn þótt ég hafi mínar grunsemdir,“ segir Þórdís.
 
Ef einhver verður hestanna tveggja var, þá er hægt að hafa samband við Þórdísi Mjöll Reynisdóttur í síma 868-1995.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...