Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dularfullt hvarf á tveimur hest­um af girtu túni í Borgarfirði
Fréttir 17. mars 2016

Dularfullt hvarf á tveimur hest­um af girtu túni í Borgarfirði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þórdís Mjöll Reynisdóttir, hestakona í Borgarfirði, saknar tveggja hesta sem hurfu úr girðingu á eyðibýlinu Gljúfrá í Borgarfirði um mánaðamótin október-nóvember síðastliðinn. Þykir brotthvarf þeirra dularfullt í meira lagi. 
 
Þessir hestar eru ótamdir og á sjötta vetri. Annar er dökkjarpur og heitir Garri. Hann er skráður í Worldfeng með númerið IS 2010 13 6611. Hinn er rauðjarpur og heitir Glæðir og er með númerið IS 210 13 6612.
 
Tilkynnt til lögreglu
 
„Ég var ekki á svæðinu þegar þeir hurfu og ég tilkynnti þetta til lögreglu,“ segir Þórdís. Hún segir að búið hafi verið að gelda þessa hesta og þeir hafi verið inni á túninu á Gljúfrá með sjö hryssum sem tilheyrðu henni líka.
 
„Ég hafði þá graða til þriggja vetra en þá geldi ég þá. Þeir voru þarna á túninu og búnir að skipta með sér hryssunum og allt virtist í góðu lagi þegar þeir hverfa allt í einu. Það er óskiljanlegt að bara þeir tveir fari frá hryssunum út úr girðingunni. Þarna voru tvær hryssur sem þessir hestar komu með úr stóði og því undarlegt að þeir yfirgefi þær. Ég trúi því heldur ekki að brotthvarf þeirra sé einhver tilviljun. 
Þetta er mjög tilfinningaríkt fyrir mig. Ég keypti þessa hesta, þá veturgamla fola, af Þorvaldi Jósepssyni sem bjó einu sinni í Sveinatungu og er annálaður hrossaræktandi. Það hafði verið draumur minn lengi að eignast hross frá honum. Ég keypti þessa tvo og þeir áttu að fara í tamningu þegar þeir hurfu af girtu túninu.“
 
Túnið girt með tveggja strengja rafgirðingu
 
Þórdís segir að túnið hafi verið með tveggja strengja rafmagnsgirðingu og girt gaddavír að auki meðfram skurðum. Hún segist hafa keypt girðinguna af þeim sem þar voru áður. Segir Þórdís að þegar hrossin hafi verið búin að vera þarna í mánuð, þá hafi farið að bera á því að klippt var á strengi og hrossin hafi fælst úr girðingunni með miklum tryllingi og inn á afréttinn við Langavatn og upp í Sauðhúsaskóg.  
 
Flúði með hrossin niður í Leirársveit
 
„Það endaði með því að ég flúði þaðan með hrossin fyrir nokkru að Neðra-Skarði í Leirársveit. Ég tel sterkar líkur á að hestarnir tveir hafi horfið af mannavöldum. Ég vil þó ekki vera að ásaka einhvern ákveðinn þótt ég hafi mínar grunsemdir,“ segir Þórdís.
 
Ef einhver verður hestanna tveggja var, þá er hægt að hafa samband við Þórdísi Mjöll Reynisdóttur í síma 868-1995.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...