Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ein sameiningartillaga felld en tvær samþykkar
Mynd / HKr.
Fréttir 9. mars 2022

Ein sameiningartillaga felld en tvær samþykkar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Þrennar kosningar voru á dögunum þar sem kosið var um sameiningar sveitarfélaga. Ein tillaga var felld en tvær samþykktar.

Blönduósbær og Húnavatnshreppur sameinast

Íbúar Blönduósbæjar og Húna­vatnshrepps samþykktu sameiningu. Kjörsókn í Blönduósbæ var um 65%, 411 greiddu atkvæði. Mikill meirihluti, 400 manns, eða yfir 97%, sagði já við sameiningu en 9 svöruðu neitandi, eða 2,2%. Í Húnavatnshreppi kusu 250 manns, tæplega 83% og niðurstaðan var sú að 152, eða tæplega 61%, sagði já, 92 sögðu nei, eða um 37%.

Eitt sveitarfélag í Skagafirði

Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu sameiningu sveitar­félaganna tveggja. Sveitar­stjórn sameinaðs sveitar­félags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar, segir á vefsíðunni skagfirðingur.is. Kjörsókn í Akrahreppi var góð, um 87% kusu eða 135 manns af 156 sem voru á kjörskrá. Já sögðu 84, nei-in voru 51. Kjörsókn í Sveitarfélaginu Skagafirði var lakari, 35,5%, 2.961 var á kjörskrá en 1.022 atkvæði voru greidd. Alls sögðu 961 já og 54 nei.

Ekki sameining á Snæfellsnesi

Þá var kosið um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Í Eyja- og Miklaholtshreppi var kjörsókn 74,6 prósent. Alls greiddu 62 atkvæði, en 83 voru á kjörskrá. Já sögðu 20 manns en nei 41. Í Snæfellsbæ var kjörsókn 35%, 412 atkvæði voru greidd en 1.174 voru á kjörskrá. Mjótt var á munum, 207 vildu sameiningu en 201 var á móti. Tillagan er því felld og verður ekki af sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...