Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Félag atvinnurekenda bauð til kosningafundar um landbúnað og tollamál.
Félag atvinnurekenda bauð til kosningafundar um landbúnað og tollamál.
Mynd / TB
Fréttir 5. október 2016

Einstakt tækifæri til að endurskoða landbúnaðarkerfið frá grunni

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Um þessar mundir þeytast frambjóðendur til Alþingis á milli staða og funda um hin fjölbreyttustu mál. Félag atvinnurekenda hélt morgunfund í dag þar sem fundarefnið var landbúnaðar- og tollamál. Á fundinum voru frambjóðendur meðal annars spurðir um hvaða breytingar eigi að setja í forgang við endurskoðun á búvörusamningum og hvaða skoðanir þeir hefðu á úthlutun tollkvóta. 
 
Í upphafi fundar fór Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður FA, stuttlega yfir helstu áherslur félagsins í landbúnaðar- og tollamálum sem í stuttu máli ganga út á að aflétta tollum á innfluttar búvörur og gjörbylta stuðningskerfi landbúnaðarins.
 
Ísland er ekki eina ríkið sem styður við sinn landbúnað
 
Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálf­stæðisflokki, sagði að íslenskur landbúnaður væri rekinn í svipuðu umhverfi og gert væri hjá öðrum OECD-ríkjum og Ísland væri ekki eina landið í heiminum sem styddi við sinn landbúnað. Guðlaugur sagði mikilvægt að hafa framtíðarsýn og í þeim efnum nefndi hann að leggja ætti aukna áherslu á umhverfismál, gæði framleiðslunnar og upprunamerkingar. Þá nefndi hann tækifæri í lífrænni ræktun sem þyrfti að nýta betur.
 
Markmið að tryggja búsetu um allt land
 
Þórunn Egilsdóttir, Framsóknar­flokki, sem situr í atvinnuveganefnd Alþingis, sagði að þar hefði verið lögð mikil áhersla á góða greiningarvinnu við endurskoðun búvörusamninganna. Skoða þyrfti verðþróun afurða og hlut bænda í framleiðslunni. Nefndi hún líka þær kröfur sem gerðar væru til íslenskrar framleiðslu og að meta þyrfti kostnað við þær. Markmiðið væri að tryggja byggð og búsetu um allt land og fólk þyrfti að spyrja sig hvernig lífið á landsbyggðinni væri ef landbúnaðar nyti ekki við.
 
Píratar vilja nýtt kerfi
 
Smári McCarthy, Pírötum, sagði að núverandi skipan landbúnaðarmála væri ekki að skila viðunandi árangri til neytenda, bænda, afurðastöðva eða skattgreiðanda. Píratar vildu skoða ný kerfi sem ýttu frekar undir nýsköpun og útflutning á búvörum. Aftengja ætti stuðning við bændur frá framleiðslu og miða frekar að því að búa til einskonar grunnstuðningskerfi sem væri hannað til að tryggja afkomuöryggi fleiri bænda.
 
Samfylking bendir á útflutningstækifæri í nýjum tollasamningi við ESB
 
Árni Páll Árnason, Samfylkingu, lagði áherslu á að afleggja ætti framleiðslustýringu sem hefði fest bændur í gildru. Stuðningurinn frá ríkinu nýttist ekki bændunum sjálfum að öllu leyti því þeir þyrftu að kaupa sér aðgang að honum. Þannig hefði byggst upp lénsveldi í greininni sem væri engum til góðs. Bændur ættu næg sóknarfæri ef þeir hefðu frelsi til að framleiða það sem þeir kysu að framleiða. Árna Páli fannst merkilegt að landbúnaðurinn væri eina greinin í landinu þar sem hagsmunaðilar væru sannfærðir um að óhugsandi væri að fjölga störfum í greininni. Benti hann á möguleika í nýjum tollasamningi við ESB þar sem tækifæri væru á að flytja út meira af t.d. smjöri sem eftirspurn væri eftir erlendis.
 
Viðreisn segir athafnafrelsi bænda skert
 
Pawel Bartoszek, hjá Viðreisn, sagðist tala fyrir auknu frelsi til handa bændum og neytendum. Tillögur Viðreisnar byggðu meðal annars á hugmyndum samstarfsvettvangs um aukna hagsæld um landbúnaðarmál. Þar var lagt til að framleiðslustýrt kerfi yrði aflagt og teknar upp jarðræktargreiðslur til bænda. Þá skipti ekki máli í hvaða búgrein menn væru og ekki þyrfti að kaupa sig inn í kerfið. Stærsta athugasemd Viðreisnar við búvörusamningana væri að þeir væru samningar hinna glötuðu tækifæra. Athafnafrelsi bænda væri skert og jarðræktarstuðningur ekki aukinn nægilega. Kerfið hefði verið fest í sessi í of langan tíma. Tollahækkanir væru líka ekki Viðreisn að skapi.

Björt framtíð vill að MS lúti samkeppnislögum
 
Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, ítrekaði andstöðu síns flokks við nýgerða búvörusamninga. Hún kysi að sjá róttækari breytingar en raun varð á. Björt framtíð vill setja í forgang að eyða óeðlilegum viðskiptaháttum í mjólkuriðnaði þar sem samkeppnisumhverfið væri ekki virkt. Jarðræktarstyrkir væru eins og músík í eyrum Bjartar þar sem það yki fjölbreytni innan landbúnaðarins. 

Vilja menn íslenskan landbúnað eður ei?
 
Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstrihreyfingunni grænu framboði, sagðist vilja horfa á það þannig að nú væri einstakt tækifæri til að horfa á landbúnaðarkerfið alveg frá grunni. Spyrja þyrfti þeirrar grunnspurningar hvort við vildum íslenskan landbúnað eða ekki. Ef að svarið væri já þyrfti að útfæra kerfi sem sátt væri um. Það væri hins vegar ekki þannig að landbúnaðurinn væri staðnaður. Benti Kolbeinn á að stuðningur við landbúnað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefði minnkað úr 5% árið 1986 niður í 1,2% eins og hann er í dag. Nú sé búið að festa í lög ákvæði um endurskoðun og vinna þyrfti út frá þeirri staðreynd. Taldi hann möguleika landbúnaðarins mikla og framundan væru spennandi tímar þar sem meðal annars ætti að hafa hugtökin sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi.

Björt Ólafsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Ólafur Stephensen.
 
 
Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki og Þórunn Egilsdóttir,
Framsóknarflokki.
 
 
 
Steinþór Skúlason, forstjóri SS.
 
Árni Páll Árnason, Samfylkingu.
 
 
 
Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð.
 
Smári McCarthy, Pírötum.
 
Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki, Smári McCarthy, Pírötum og
Árni Páll Árnason, Samfylkingu.
 
 
Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...