Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þjóðvegur í Skotlandi, nær engin umferð vegna lokunar út af COVID-19. Samt dró ekki úr minnstu og hættulegustu rykögnunum í loftinu.
Þjóðvegur í Skotlandi, nær engin umferð vegna lokunar út af COVID-19. Samt dró ekki úr minnstu og hættulegustu rykögnunum í loftinu.
Mynd / Úr skýrslu Stirling-háskóla
Fréttir 30. september 2020

Ekki dró úr hættulegustu rykögnunum við nær algjöra stöðvun umferðar í Skotlandi

Höfundur: Hörður Krisjánsson

Útgöngubann vegna COVID-19 og stöðvun bílaumferðar dró ekki úr hættulegustu loftmenguninni sem fer illa í lungu fólks í Skotlandi, samkvæmt rannsókn Sterling-háskóla. Hins vegar dró úr losun köfnunarefnisdíoxíðs.

Rannsókn stofnunar fyrir félagslega markaðssetningu og heilsu við Sterling-háskóla í Skotlandi var kynnt á heimasíðu skólans þann 8. september síðastliðinn. Þar kemur fram að ekki dró úr fínustu og hættulegustu mengunarögnunum í andrúmsloftinu þrátt fyrir nær algjöra stöðvun bílaumferðar. Segir í niðurstöðum rannsóknarinnar að í raun geti fólk verið í meiri hættu innandyra heima hjá sér heldur en á umferðargötum. Þó er líka tekið fram að dregið hafi úr losun köfnunarefnisdíoxíðs vegna minni bílaumferðar.

Rannsókninni var stýrt af dr. Ruaraidh Dobson, sem sagði að yfirleitt hafi verið gengið út frá því að færri bílar á götunum þýddi að það myndi draga úr loftmengun utandyra í Skotlandi. Um leið myndi draga úr sjúkdómstilfellum sem tengjast mengun.

Jafnvel hættulegra að vera heima en úti i umferðinni

„Hins vegar sýnir rannsókn okkar, þvert á rannsóknir sem gerðar hafa verið á stöðum eins og Wuhan i Kína og í Mílanó, að engar sannanir fundust fyrir því að dregið hafi úr mengun fínna agna í andrúmsloftinu í Skotlandi í útgöngubanninu,“ sagði Dobson.

Ökutæki ekki eins afgerandi skaðvaldur og talið var

„Þetta gefur til kynna að ökutæki séu ekki eins afgerandi skaðvaldur hvað varðar hættulegustu loftmengunina í Skotlandi. Fólk gæti því verið í meiri hættu vegna lélegra loftgæða inni á sínum eigin heimilum. Sérstaklega við eldamennsku og þegar reykt er á illa loftræstum stöðum.“

Ekkert er þó minnst á hina vinsælu iðju í frítímum fólks að grilla mat yfir opnum eldi sem oft skapar mikla reykmengun og m.a. losun koldíoxíðs sem menn anda oft að sér í miklu magni við eldamennskuna.

Samanburður gerður við loftmengun 2017, 2018 og 2019

Í rannsókninni er verið að tala um agnir sem eru flokkaðar sem PM2.5. Dr. Dobson og félagi hans, dr. Sean Semple, rannsökuðu loftmælingagögn af 70 stöðum vítt og breitt í Skotlandi í 31 dag á tímabilinu 24. mars, eða degi eftir nær algjöra stöðvun samfélagsins í Bretlandi, og til 23. apríl. Þessi gögn báru þeir saman við gögn yfir jafn marga daga á sama tímabili á árunum 2017, 2018 og 2019.

Nær óbreytt magn hættulegustu loftagnanna

Í niðurstöðum rannsóknarinnar 2020 kom fram að þéttleiki PM2.5. agna í andrúmsloftinu var 6,6 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) eða svipað og í mælingum frá 2017 þegar þær mældust vera 6.7 µg/m3 og í mælingum 2018 þegar þær voru 7.4 µg/m3 á sama tímabili. Þá var líka skoðaður mengunar­toppur sem varð 2019 þegar smæstu agnirnar mældust vera 12.8 µg/m3. Sá mengunartoppur var hins vegar rakinn til mikils svifryks frá Sahara-eyðimörkinni sem skerti loftgæðin í Bretlandi í apríl 2019. Ef sá þáttur er dreginn frá mæliniðurstöðum þá var mengunin í apríl 2019 „ekki nema“ 7.8 µg/m3.

Rannsakendur telja nauðsynlegt að bera saman mengun utanhúss við mengun í híbýlum manna í þessu COVID-19 ástandi. Það sé mikilvægt til að meta hvort aukin innanhússmengun geti mögulega haft áhrif til aukinnar dánartíðni.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...