Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tjaldsvæðið í Vík í Mýrdal var þétt setið og stutt á milli tjalda og vagna.
Tjaldsvæðið í Vík í Mýrdal var þétt setið og stutt á milli tjalda og vagna.
Mynd / HLJ
Fréttir 6. ágúst 2020

Ekki gleyma okkur í gleðinni

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Komið hefur fram í þessum pistlum að ég er duglegur að ferðast innanlands. Fyrir rúmri viku skellti ég mér í hringferð um landið með konunni á okkar gamla húsbíl. Það sem vakti mesta athygli mína í þessari ferð var hvað fólk virðist vera orðið værukært gagnvart pestinni sem plagar allt og alla og nefnist COVID-19. 
 
Íslenskar vegasjoppur njóta góðs af ferðaþyrstum Íslendingum. Þær eru fæstar hannaðar til að vera með langar biðraðir við afgreiðsluna, nánast ógerningur er að halda tveggja metra bilinu. Eitthvað virðast stjórnendur vega­sjoppanna hafa misreiknað fjölda „sjoppuglaðra“ Íslendinga, en ekki var óalgengt að bið eftir SS-pylsu væri allt að klukkustund (hætt við að eitthvað þurfi að endurskoða starfsmannafjöldann fyrir komandi helgi). Þó að til standi að létta á samkomureglum þá eru nokkrir dagar í það enn sem þarf að virða.
 
Tjaldstæðin misjöfn
 
Við hjónin gistum á tjaldsvæðum eins og á að gera því að húsbílar eiga að vera á tjaldsvæðum en ekki almennum bílastæðum. Alltaf er þó eitthvað um að húsbílum sé lagt yfir nótt þar sem þeir eiga ekki að vera. Þó fannst mér í tvígang, þegar ég horfði yfir húsbíla- og tjaldborgina, að 500 hámarks fjöldinn væri svolítið í plús (eitthvað sem huga þarf að fyrir komandi helgi og virða eða gera ráð fyrir). Almennt fannst mér verðlagið ekki hátt, lægst 2.000 krónur nóttin fyrir okkur tvö á húsbíl og ekkert rafmagn. Hæsta verðið var frá 3.000 til 3.400 kr., en á þeim stöðum var aðstaðan framúrskarandi góð, sturta, þvottavél og fleira. Það vakti hins vegar furðu mína að tjaldsvæði mega ekki nota ferðagjöfina sem allir Íslendingar fengu að upphæð 5.000 kr., en þessa gjöf má nota í bakaríum og á hamborgarastöðum (satt best að segja svolítið undarlegt!).
 
Umferðin flestum til sóma – með örfáum undantekningum
 
Almennt var umferðin á þjóð­vegunum til fyrirmyndar og greinilegt að nýju umferðarlögin sem tóku gildi um síðustu áramót, að bílar með eftirvagna mættu vera á sama hraða og aðrir, eru ekki að skapa óþarfa framúrakstur. Umferðin leið áfram tiltölulega örugg og áhættulaus fyrir utan að of margir voru ljóslausir, bæði að framan og aftan. Þetta þarf að minna bílstjóra á fyrir verslunarmannahelgina sem alltaf er þung umferðarhelgi.
 
Vegmerkingar þarf að bæta
 
Eins og alltaf á sumrin eru vegaframkvæmdir áberandi. Þar þarf aðeins að bæta í merkingar. Á Suðurlandi er verið að betrumbæta á nokkrum stöðum einbreiðar brýr (þó fyrr hefði verið), en á nokkrum af þessum stöðum er viðvörunarmerkingum verulega ábótavant. Allt of seint er varað við vinnu og hjáleiðum fram hjá vinnusvæði. Sérstaklega tók ég eftir þessu í tvígang þar sem að í annað skiptið var fyrsta viðvörun eftir blindhæð og í hitt skiptið eftir blindbeygju. Einnig vantar oft merki um að vegur sé ósléttur fram undan og í a.m.k. tvígang þurfti fjöðrunarkerfið að vinna vel fyrir sínu (og konan að leita af prjónunum á gólfinu eftir hossinginn).
 
Grísk hjón lýstu skelfilegum augnablikum í beygjunum þremur þarna uppi í lausamölinni.
 
Skelfingarsvipur á grískum mótorhjólahjónum
 
Í ferðalaginu höfðum við stórt mótorhjól með í bílnum og keyrðum á því út frá áfangastöðum. Frá Egilsstöðum fórum við, eins og margir, á Borgarfjörð eystri, en veginn þangað er verið að betrumbæta. Það verður að segjast eins og er að hann er afskaplega óþægilegur fyrir tvíhjóla ökutæki, en í lagi á vel dekkjuðu hjóli. Aðra sögu sögðu okkur grísk hjón sem við hittum fyrir neðan lausa malarkaflann í Vatnsskarðinu. Þau höfðu ferðast um allt landið í þrjár vikur og fundist allir malarvegir skemmtilegir þar til að þau komu að þessum þriggja kílómetra kafla. Þau voru enn með skelfingarsvipinn í andlitinu þegar þau lýstu akstrinum og sögðu að þau hefðu aldrei farið þessa leið ef þau hefðu vitað hvað biði þeirra (spurning um að finna upp skilti til að merkja svona framkvæmdir sérstaklega).
 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...