Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ekki sömu hækkanir og spáð var í haust
Fréttir 15. desember 2022

Ekki sömu hækkanir og spáð var í haust

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áburðarsalar eru þessa dagana að ganga frá samningum um kaup á áburði fyrir næsta ár. Einungis eitt fyrirtæki hefur gefið út verðbreytingar frá síðasta ári.

Þeir áburðarsalar sem Bænda­blaðið náði tali af voru sammála um að áburðarverð mundi hækka frá því á síðasta ári en voru ekki tilbúnir að gefa upp hversu mikið, enda samningar við seljendur ekki allir í höfn. Flestir töldu að verðið á áburði mundi ekki hækka eins mikið og spár gerðu ráð fyrir í haust.

Verðbreyting Yara frá apríl­ verðskrá 2022 er á bilinu 0–7,4%. Köfnunarefnisáburður hækkar mest, eða rúmlega 7%. Algengar NP og NPK tegundir eru að hækka á bilinu 0–5%.

Garðáburður NPK 12­4­18 hækkar um 0,2% en hann er nú í boði á 147.200 kr/t en var 146.900 kr/t. NPK 27­3­3 Se hækkar um 2,7%, verð nú 136.700 kr/t en var 134.300 kr/t. OPTI­KAS hækkar um 7,4% og verð nú 128.600 kr/t en var 119.700 kr/t. Allar fjárhæðir eru án virðisaukaskatts.

Skylt efni: áburður | áburðarverð

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...