Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ekki sömu hækkanir og spáð var í haust
Fréttir 15. desember 2022

Ekki sömu hækkanir og spáð var í haust

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áburðarsalar eru þessa dagana að ganga frá samningum um kaup á áburði fyrir næsta ár. Einungis eitt fyrirtæki hefur gefið út verðbreytingar frá síðasta ári.

Þeir áburðarsalar sem Bænda­blaðið náði tali af voru sammála um að áburðarverð mundi hækka frá því á síðasta ári en voru ekki tilbúnir að gefa upp hversu mikið, enda samningar við seljendur ekki allir í höfn. Flestir töldu að verðið á áburði mundi ekki hækka eins mikið og spár gerðu ráð fyrir í haust.

Verðbreyting Yara frá apríl­ verðskrá 2022 er á bilinu 0–7,4%. Köfnunarefnisáburður hækkar mest, eða rúmlega 7%. Algengar NP og NPK tegundir eru að hækka á bilinu 0–5%.

Garðáburður NPK 12­4­18 hækkar um 0,2% en hann er nú í boði á 147.200 kr/t en var 146.900 kr/t. NPK 27­3­3 Se hækkar um 2,7%, verð nú 136.700 kr/t en var 134.300 kr/t. OPTI­KAS hækkar um 7,4% og verð nú 128.600 kr/t en var 119.700 kr/t. Allar fjárhæðir eru án virðisaukaskatts.

Skylt efni: áburður | áburðarverð

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...