Ekki sömu hækkanir og spáð var í haust
Áburðarsalar eru þessa dagana að ganga frá samningum um kaup á áburði fyrir næsta ár. Einungis eitt fyrirtæki hefur gefið út verðbreytingar frá síðasta ári.
Þeir áburðarsalar sem Bændablaðið náði tali af voru sammála um að áburðarverð mundi hækka frá því á síðasta ári en voru ekki tilbúnir að gefa upp hversu mikið, enda samningar við seljendur ekki allir í höfn. Flestir töldu að verðið á áburði mundi ekki hækka eins mikið og spár gerðu ráð fyrir í haust.
Verðbreyting Yara frá apríl verðskrá 2022 er á bilinu 0–7,4%. Köfnunarefnisáburður hækkar mest, eða rúmlega 7%. Algengar NP og NPK tegundir eru að hækka á bilinu 0–5%.
Garðáburður NPK 12418 hækkar um 0,2% en hann er nú í boði á 147.200 kr/t en var 146.900 kr/t. NPK 2733 Se hækkar um 2,7%, verð nú 136.700 kr/t en var 134.300 kr/t. OPTIKAS hækkar um 7,4% og verð nú 128.600 kr/t en var 119.700 kr/t. Allar fjárhæðir eru án virðisaukaskatts.