Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu eyrnamerkja í sauðfé til 1. nóvember 2025.

Áður hafði verið gefið út að núgildandi undanþága sauðfjárbænda til endurnýtingar myndi renna út þann 1. júlí á þessu ári.

Breytingin á heimild til endurnýtingar merkjanna er komin til vegna athugasemda sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði við úttekt sem stofnunin gerði á opinberu eftirliti með kjöti og mjólk og afurðum þeirra hér á landi í október árið 2019. Í athugasemdum ESA kom fram að heimild til endurnýtingar merkja sem fyrir var í umræddri reglugerð væri í andstöðu við EES-reglur sem gilda um auðkenningu landdýra í haldi. Frá því að matvælalöggjöf Evrópusambandsins var tekin upp í EES-samninginn og innleidd í landsrétt hefði í raun ekki mátt endurnýta merki í sauðfé og nautgripi.

Matvælaráðuneytið tekur ákvörðun um frestun á gildistöku bannsins eftir fund með ESA, þar sem ljóst þykir að bændur þurfi lengri tíma til aðlögunar. Bændum verður því heimilt að nota endurnýtanleg merki einu sinni enn, í sláturtíð 2024, og til 1. nóvember 2025.

Ráðuneytið leggur áherslu á að engar frekari undanþágur verði í boði, en Bændasamtök Íslands hafa lýst því yfir að þau munu nýta tímann til að finna varanlega lausn á málinu.


Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...