Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu eyrnamerkja í sauðfé til 1. nóvember 2025.

Áður hafði verið gefið út að núgildandi undanþága sauðfjárbænda til endurnýtingar myndi renna út þann 1. júlí á þessu ári.

Breytingin á heimild til endurnýtingar merkjanna er komin til vegna athugasemda sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði við úttekt sem stofnunin gerði á opinberu eftirliti með kjöti og mjólk og afurðum þeirra hér á landi í október árið 2019. Í athugasemdum ESA kom fram að heimild til endurnýtingar merkja sem fyrir var í umræddri reglugerð væri í andstöðu við EES-reglur sem gilda um auðkenningu landdýra í haldi. Frá því að matvælalöggjöf Evrópusambandsins var tekin upp í EES-samninginn og innleidd í landsrétt hefði í raun ekki mátt endurnýta merki í sauðfé og nautgripi.

Matvælaráðuneytið tekur ákvörðun um frestun á gildistöku bannsins eftir fund með ESA, þar sem ljóst þykir að bændur þurfi lengri tíma til aðlögunar. Bændum verður því heimilt að nota endurnýtanleg merki einu sinni enn, í sláturtíð 2024, og til 1. nóvember 2025.

Ráðuneytið leggur áherslu á að engar frekari undanþágur verði í boði, en Bændasamtök Íslands hafa lýst því yfir að þau munu nýta tímann til að finna varanlega lausn á málinu.


Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...