Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Engar fleiri leyfisveitingar frá síðasta ári
Fréttir 7. september 2022

Engar fleiri leyfisveitingar frá síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Unnið er að því hjá Matvælastofnun að gefa þremur sauðfjárbúum varanlegt leyfi til slátrunar heima á bæjum til markaðssetningar og sölu á sínum afurðum, en frá því í fyrra hafa engar fleiri umsóknir um slík rekstrarleyfi borist.

Frá síðasta hausti hafa sauðfjárbændur átt kost á því að sækja um slík leyfi, samkvæmt reglugerð sem gefin var út í maí á síðasta ári um lítil sláturhús á lögbýlum.

Í síðustu sláturtíð höfðu þrjú sauðfjárbú fengið þessa heimild, Birkihlíð í Skagafirði, Grímsstaðir í Reykholtsdal og Lindarbrekka í Berufirði, en þau tvö fyrrtöldu þeirra nýttu sér hana. 

Skriffinnska og kostnaður

Með þessari heimild hefur sauðfjárbændum verið gefinn sá kostur að hafa alla virðiskeðjuna í vinnslu og sölu sauðfjárafurða sinna í eigin höndum.

Til að fá þessa heimild þarf aðstaða til slátrunar og kjötvinnslu að vera fullnægjandi samkvæmt reglum.

Breytingar á húsakosti geta falið í sér talsverðan kostnað auk þess sem leyfisveitingunni fylgja skyldur um skýrsluhald utan um rekstur sláturhússins, en þetta er talið geta skýrt það hvers vegna ekki fjölgar í þessum hópi.

Hátt afurðaverð

Eftir talsverðu getur verið að slægjast fyrir bændur sem eiga þennan kost, því dæmi er um að afurðaverð fyrir lambskrokkinn sé um 25 þúsund krónur að meðaltali fyrir bændur sem slátra, vinna og selja sínar afurðir beint frá býli. Á móti kemur að talsvert meiri vinna fylgir þessu fyrirkomulagi.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...