Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Engar fleiri leyfisveitingar frá síðasta ári
Fréttir 7. september 2022

Engar fleiri leyfisveitingar frá síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Unnið er að því hjá Matvælastofnun að gefa þremur sauðfjárbúum varanlegt leyfi til slátrunar heima á bæjum til markaðssetningar og sölu á sínum afurðum, en frá því í fyrra hafa engar fleiri umsóknir um slík rekstrarleyfi borist.

Frá síðasta hausti hafa sauðfjárbændur átt kost á því að sækja um slík leyfi, samkvæmt reglugerð sem gefin var út í maí á síðasta ári um lítil sláturhús á lögbýlum.

Í síðustu sláturtíð höfðu þrjú sauðfjárbú fengið þessa heimild, Birkihlíð í Skagafirði, Grímsstaðir í Reykholtsdal og Lindarbrekka í Berufirði, en þau tvö fyrrtöldu þeirra nýttu sér hana. 

Skriffinnska og kostnaður

Með þessari heimild hefur sauðfjárbændum verið gefinn sá kostur að hafa alla virðiskeðjuna í vinnslu og sölu sauðfjárafurða sinna í eigin höndum.

Til að fá þessa heimild þarf aðstaða til slátrunar og kjötvinnslu að vera fullnægjandi samkvæmt reglum.

Breytingar á húsakosti geta falið í sér talsverðan kostnað auk þess sem leyfisveitingunni fylgja skyldur um skýrsluhald utan um rekstur sláturhússins, en þetta er talið geta skýrt það hvers vegna ekki fjölgar í þessum hópi.

Hátt afurðaverð

Eftir talsverðu getur verið að slægjast fyrir bændur sem eiga þennan kost, því dæmi er um að afurðaverð fyrir lambskrokkinn sé um 25 þúsund krónur að meðaltali fyrir bændur sem slátra, vinna og selja sínar afurðir beint frá býli. Á móti kemur að talsvert meiri vinna fylgir þessu fyrirkomulagi.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...