Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Engar leifar varnarefna í íslensku grænmeti
Fréttir 5. nóvember 2020

Engar leifar varnarefna í íslensku grænmeti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnlaugur Karlsson, fram­kvæmda­stjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að það komi sér ekki á óvart að ekki finnist leifar af varnarefnum í íslensku grænmeti. „Það er aftur á móti alvarlegt mál ef það eru að finnast leifar af varnarefnum yfir leyfilegum mörkum í innfluttu grænmeti.“

Í ársskýrslu Matvælastofnunar fyrir árið 2019 kemur fram að leifar af ýmiss konar varnarefnum eins og skordýraeitri, illgresiseyði, sveppalyfjum og stýriefnum fyndust í 4,7% ávaxta frá ýmsum löndun og 9,7% spínats frá Bandaríkjunum. Varnarefnið í spínatinu var skordýraeitur.

Engar leifar varnarefna fundust í sýnum af úr íslensku grænmeti sem tekin voru til athugunar.

Ógreinilega merkingar

„Meindýraálag í ræktun er tölu­vert minna hér á landi heldur en annars staðar í heiminum. Aðgengi að hreinu vökvunarvatni gerir það að verkum að íslenskir garðyrkjubændur eru ekki að kljást við sömu vandamál og ræktendur annars staðar í heiminum.

Gunnlaugur Karlsson, fram­kvæmda­stjóri Sölufélags garðyrkjumanna.

Ræktendur á svæðum þar sem meindýraálagið er mikið og menn nota skordýraeitur eiga að vera undir eftirliti sem tryggir að þeir noti það undir leyfilegum mörkum og fari eftir reglum. Þegar efnin mælast yfir leyfilegum mörkum er það mjög alvarlegt fyrir neytendur.

Í mínum huga er það skýrt að neytendur eiga að hafa bæði greinargóðar og skýrar upplýsingar um hvaðan varan kemur til að geta metið hvort þeir vilji kaupa vöruna eða ekki.“

Gunnlaugur segir að því miður hafi oft verið misbrestur á upprunamerkingum og hver beri ábyrgð á framleiðslu á innfluttu grænmeti í verslunum.

„Oft er það þannig að þrátt fyrir að varan sé merkt upprunalandinu þá eru merkingarnar ógreinilegar og illlæsilegar. Að mínu mati á að merkja vöruna það vel að neytandinn sjái ekki bara upprunalandið heldur líka hvaða framleiðandi beri ábyrgð á henni. Rekjanleiki beint til framleiðanda er lykilatriðið í þessum viðskiptum.
Það eru í gildi lög um uppruna­merkingar matvæla og það á að fara eftir þeim.“

Mismunandi reglur um notkun varnarefna

„Reglur um notkun varnarefna í lífrænni ræktun eru mismunandi á milli landa. Í Suður-Evrópu eru leyfð efni í lífrænni ræktun sem ekki eru leyfð í hefðbundinni ræktun í Mið- og Norður-Evrópu. Reglur í Bandaríkjunum, Asíu eða og Afríku eru aðrar en innan Evrópusambandsins og hér á landi.

Þrátt fyrir að reglurnar séu mismunandi milli svæða er gert ráð fyrir ákveðnum hámarksgildum og er sjálfsögð krafa að farið sé eftir þeim reglum. Þeir framleiðendur sem fylgja ekki þessum reglum ættu því ekki að geta sett viðkomandi vörur á markað.“

Samkeppnisstaða framleiðenda er ekki sú sama

„Mismunandi reglur um notkun varnarefna gera það einnig að verkum að samkeppnisstaða framleiðenda er ekki sú sama. „Það má til dæmis finna leifar varnarefna í lífrænt ræktuðum gúrkum frá Suður-Spáni sem eru alfarið bönnuð við ræktun hér á landi. Til dæmis eru tómata- og gúrkuframleiðendur í Danmörku að glíma við þann vanda að í grunnvatninu finnast bönnuð varnarefni sem mælast í afurðunum.

Ræktendur víðs vegar um heim­inn eru því að kljást við alls kyns vandamál og oft tengist það vökvunarvatni og gæðum þess,“ segir Gunnlaugur Karlsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...