Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Sæmundur Holgersson tann­læknir og eiginkona hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir, sem hefur verið hans hægri hönd, hafa lokað stofunni sinni eftir 50 ára starf á Hvolsvelli.

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd / Aðsend

„Okkur þykir þetta mjög miður því Sæmundur og Guðbjörg hafa þjónustað okkar íbúa og nærsveitir gríðarlega vel undanfarna áratugi. Ég veit líka að þau höfðu mikinn metnað fyrir því að tryggja að hér yrði áfram tannlæknaþjónusta með því að auglýsa sína aðstöðu gagngert í „tannlæknasamfélaginu“ en mér skilst að fáir hafi sýnt því áhuga.

Að hafa ekki tannlækni er vissulega ákveðin þjónustuskerðing fyrir íbúa hér í Rangárþingi eystra og fyrir austan okkur. Mig langar þó að koma á framfæri fyrir hönd sveitarstjórnar kærum þökkum til Sæmundar og Guðbjargar fyrir þá góðu þjónustu sem þau hafa veitt hér á Hvolsvelli í þessi 50 ár,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...