Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Sæmundur Holgersson tann­læknir og eiginkona hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir, sem hefur verið hans hægri hönd, hafa lokað stofunni sinni eftir 50 ára starf á Hvolsvelli.

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd / Aðsend

„Okkur þykir þetta mjög miður því Sæmundur og Guðbjörg hafa þjónustað okkar íbúa og nærsveitir gríðarlega vel undanfarna áratugi. Ég veit líka að þau höfðu mikinn metnað fyrir því að tryggja að hér yrði áfram tannlæknaþjónusta með því að auglýsa sína aðstöðu gagngert í „tannlæknasamfélaginu“ en mér skilst að fáir hafi sýnt því áhuga.

Að hafa ekki tannlækni er vissulega ákveðin þjónustuskerðing fyrir íbúa hér í Rangárþingi eystra og fyrir austan okkur. Mig langar þó að koma á framfæri fyrir hönd sveitarstjórnar kærum þökkum til Sæmundar og Guðbjargar fyrir þá góðu þjónustu sem þau hafa veitt hér á Hvolsvelli í þessi 50 ár,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...