Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Pólitíkusar um allan heim virðast hver um annan þveran vera að stökkva á þann vagn þar sem vetnisvæðing er eins konar töfraorð um lausn á þeirri hamfarahlýnun sem sögð er yfirvofandi. Skiptir þá engu máli þó þjóðir þeirra hafi litla sem enga getu til að framleiða vetni með vistvænum hætti.
Pólitíkusar um allan heim virðast hver um annan þveran vera að stökkva á þann vagn þar sem vetnisvæðing er eins konar töfraorð um lausn á þeirri hamfarahlýnun sem sögð er yfirvofandi. Skiptir þá engu máli þó þjóðir þeirra hafi litla sem enga getu til að framleiða vetni með vistvænum hætti.
Fréttir 27. september 2021

ESB hefur tekið ákveðna stefnu í vetnisvæðingu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Búist er við að vetni muni gegna lykilhlutverki í kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar. Varðar það samgöngur, iðnað, húshitun og geymslu á orku. Iðnaðar-, rannsókna- og orkumálanefnd Evrópuþingsins (ITRE) samþykkti frumkvæðisskýrslu um vetnisstefnu ESB í mars 2021.

Evrópusambandið hefur því tekið ákveðna stefnu í að stórefla vetnisframleiðslu og notkun. Þar er samt takmörkuð geta til að framleiða vetni með endurnýjanlegum orkugjöfum og þess vegna hafa þjóðir eins og Þjóðverjar verið að horfa til Íslands. Íslenska þjóðin gæti mögulega hagnast á því í framtíðinni svo lengi sem hún heldur yfirráðum sínum yfir vatns- og jarðhitaorkuauðlindunum.

Í þessari samþykkt kemur fram að vetni sem framleitt er með raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum sé enn ekki eins samkeppnishæf og vetni framleitt úr jarðgasi. Nokkrar rannsóknir sýna að ESB orkukerfi, sem inniheldur verulegt hlutfall af vetni og endurnýjanlegum lofttegundum (metangasi) væri hagkvæmara en það sem byggir á framleiðslu með grænni orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Rannsóknir og nýsköpun í iðnaði í vetnisinnleiðingu er forgangsverkefni ESB og fær verulegt fjármagn frá ESB með rammaáætlunum rannsókna. Vetnisverkefninu er stjórnað af sameiginlegu fyrirtæki um vetni og vetnisrafala (FCH JU), sem er samstarf opinberra og einkaaðila studd af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Vetnisstefna ESB, sem samþykkt var í júlí 2020, miðar að því að flýta fyrir þróun vinnsluaðferða á vetni. Nær öll aðildarríki ESB viðurkenna mikilvægi hlutverks vetnis í innlendri orkunýtingu og til að standast loftslagsáætlanir 2021–2030. Um helmingur ríkjanna hefur skýr vetnistengd markmið, sem beinast fyrst og fremst að samgöngum og iðnaði. Ráðið samþykkti niðurstöður um vetnismarkað ESB í desember 2020, með áherslu á endurnýjanlegt vetni fyrir kolefnislosun, endurheimt og samkeppnishæfni.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...