Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Jarðgerðarvélin var sett upp á lagernum í Krambúðinni.
Jarðgerðarvélin var sett upp á lagernum í Krambúðinni.
Mynd / Samkaup
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í versluninni og er hún staðsett á lager.

Jarðgerðarvélin breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsúrgang á aðeins einum sólarhring og allur jarðvegurinn sem kemur úr vélinni verður nýttur í nærumhverfinu. Gengið hefur verið frá samkomulagi við skóla- og leikskólasvið Reykjahlíðar um að nemendur á svæðinu nýti jarðveginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu á sínu nærumhverfi.

Í fréttatilkynningu frá Samkaupum segir að leikskólinn Ylur í Mývatnssveit muni nýta jarðveginn til ræktunar grænmetis og á grænu svæðin í kringum skólann eða þar sem þörf þyki. Í leikskólanum séu 19 börn á aldrinum 1-5 ára og umhverfisvitund og útikennsla séu stór hluti af skólastarfi nemenda. Því falli verkefnið einkar vel inn í þá vinnu.

Segir jafnframt að fyrirtækið hafi einblínt á þau svið sjálfbærni sem skilað gætu mestum árangri og matarsóun sé þar ein af stærstu áskorunum matvöruverslana. Samkaup sporni með ýmsum hætti gegn matarsóun með því að selja vörur á síðasta söludegi á lægra verði og með samstarfsverkefnum, þar sem matvælum, í góðu standi en á síðasta snúningi, sé komið t.d. til Hjálpræðishersins og í frískápa, frekar en að honum sé hent.

Þetta er fyrsta jarðgerðarvélin sem sett er upp við verslun Samkaupa, en hugmyndin er að fleiri vélar verði settar upp við verslanir fyrirtækisins um land allt og þannig tryggð betri hringrásarnýting matvæla.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...