Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Jarðgerðarvélin var sett upp á lagernum í Krambúðinni.
Jarðgerðarvélin var sett upp á lagernum í Krambúðinni.
Mynd / Samkaup
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í versluninni og er hún staðsett á lager.

Jarðgerðarvélin breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsúrgang á aðeins einum sólarhring og allur jarðvegurinn sem kemur úr vélinni verður nýttur í nærumhverfinu. Gengið hefur verið frá samkomulagi við skóla- og leikskólasvið Reykjahlíðar um að nemendur á svæðinu nýti jarðveginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu á sínu nærumhverfi.

Í fréttatilkynningu frá Samkaupum segir að leikskólinn Ylur í Mývatnssveit muni nýta jarðveginn til ræktunar grænmetis og á grænu svæðin í kringum skólann eða þar sem þörf þyki. Í leikskólanum séu 19 börn á aldrinum 1-5 ára og umhverfisvitund og útikennsla séu stór hluti af skólastarfi nemenda. Því falli verkefnið einkar vel inn í þá vinnu.

Segir jafnframt að fyrirtækið hafi einblínt á þau svið sjálfbærni sem skilað gætu mestum árangri og matarsóun sé þar ein af stærstu áskorunum matvöruverslana. Samkaup sporni með ýmsum hætti gegn matarsóun með því að selja vörur á síðasta söludegi á lægra verði og með samstarfsverkefnum, þar sem matvælum, í góðu standi en á síðasta snúningi, sé komið t.d. til Hjálpræðishersins og í frískápa, frekar en að honum sé hent.

Þetta er fyrsta jarðgerðarvélin sem sett er upp við verslun Samkaupa, en hugmyndin er að fleiri vélar verði settar upp við verslanir fyrirtækisins um land allt og þannig tryggð betri hringrásarnýting matvæla.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...