Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins var opnaður um miðjan mánuð undir merkjum Vonarskarðs ehf.
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins var opnaður um miðjan mánuð undir merkjum Vonarskarðs ehf.
Mynd / J. Plenio
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að markmiði að auka gagnsæi í raforkuviðskiptum.

Raforkukauphöllin, fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins, var opnuð fyrr í mánuðinum. Sér Vonarskarð ehf. um rekstur hennar sem á sér allnokkurn aðdraganda en fékk leyfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til starfsemi skömmu fyrir sl. áramót. Níu aðilar eru í kauphöllinni í byrjun. Orkustofnun hefur eftirlit með því að fyrirtækið fullnægi þeim lagaskilyrðum sem gilda um rekstur raforkumarkaðarins. Framkvæmdastjóri Vonarskarðs er Björgvin Skúli Sigurðsson.

Landsvirkjun er ekki þátttakandi í raforkukauphöllinni að sinni, þrátt fyrir að framleiða um 70% allrar íslenskrar raforku, og segir Landsvirkjun það vera vegna slæmrar vatnsstöðu á hálendinu og verði möguleg þátttaka endurmetin í maí. Önnur orkufyrirtæki landsins eru þátttakendur á markaðnum frá upphafi, að sögn forsvarsmanns Vonarskarðs.

Ekki aðeins eigi raforkukauphöllin að auka gagnsæi heldur jafnframt að einfalda innkaup á rafmagni, sérstaklega fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir sem hafi hingað til þurft að bjóða út raforkukaup sín til að uppfylla kröfur laga. Með tilkomu raforkumarkaðarins geti þessir aðilar keypt rafmagn af markaðnum í staðinn.

Segir Vonarskarð raforkukauphöll vera eðlilega þróun á raforkumarkaði og raunar löngu tímabært að Ísland stökkvi á þann vagn. Gegnsærra verði hvert sé verð raforku hverju sinni og áhætta færð milli aðila með skýrari hætti en áður tengt raforkusölu fram í tímann.

Skylt efni: Raforkukauphöll

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...