Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mykjudreifing. Eitt af hlutverkum Bændasamtakanna er að sögn Þorvaldar Arnarssonar að finna leiðir til öflunar og flutnings búfjáráburðar og að brúa bil milli bænda og þeirra sem að verkefninu standa.
Mykjudreifing. Eitt af hlutverkum Bændasamtakanna er að sögn Þorvaldar Arnarssonar að finna leiðir til öflunar og flutnings búfjáráburðar og að brúa bil milli bænda og þeirra sem að verkefninu standa.
Fréttir 13. júní 2023

Evrópusambandið styrkir áburðarverkefni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á dögunum hlaut verkefnið Terraforming LIFE styrk frá umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins að fjárhæð 6,26 milljónir evra, sem samsvarar tæpum milljarði íslenskra króna.

Styrknum er ætlað að vinna að uppsetningu áburðarframleiðslu úr búfjárúrgangi og afvatnaðri fiskimykju, sem nýta má til landbúnaðarnota, skógræktar og landgræðslu.

Þorvaldur Arnarsson.

„Þetta er hæsti styrkur sem veittur hefur verið undir þessari áætlun hingað til lands, sem og einn þeirra fyrstu,“ segir Þorvaldur Birgir Arnarsson, lögfræðingur í umhverfis-, loftslags- og auðlindamálum hjá Bændasamtökunum. Verkefnið er unnið í samstarfi Orkídeu, Landeldis, Bændasamtakanna, Ölfus Cluster og færeysku verkfræðistofunnar SMJ, með aðkomu frá norska tækjaframleiðandanum Blue Ocean Technology.

Hlutverk Bændasamtakanna

„Send var inn sameiginleg umsókn allra umsækjenda haustið 2022, og jákvætt svar barst á vordögum 2023. Samningur um styrkveitingu var svo undirritaður í maímánuði 2023 milli Evrópusambandsins og allra samstarfsaðila verkefnisins,“ segir Þorvaldur.

Mikil vinna sé nú fram undan en lengd verkefnis er fjögur ár. „Nú er búið að skrifa og reikna í heilt ár, og nú hefst vinnan við að hrinda verkefninu í framkvæmd. Þetta er auðvitað vegferð og tekur tíma að koma þessu saman en við ætlum að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrst þarf að sækja um og fá öll tilskilin leyfi og svo hendum við okkur í þetta. Vonandi getum við farið að sjá afurðir á markaði innan fárra ára,“ segir Þorvaldur.

Verkefninu er skipt upp í mismunandi verkþætti, þar sem hver og einn samstarfsaðili hefur sitt afmarkaða hlutverk. Eitt af hlutverkum Bændasamtakanna er að sögn Þorvaldar að finna leiðir til öflunar og flutnings búfjáráburðar og að brúa bil milli bænda og þeirra sem að verkefninu standa.

„Eins fellur það í skaut samtakanna að kynna niðurstöður verkefnisins opinberlega þegar þar að kemur og mögulega kynna það fyrir kollegum okkar í Evrópu. Það er enda skilyrði fyrir því að styrkur fyrir svona verkefni fáist að þau séu yfirfæranleg til annarra landa og nýtist þannig sem flestum.“

Skref í átt að sjálfbærni í áburðarmálum

Styrkurinn er veittur í undirflokk áætlunarinnar sem fjallar um hringrásarhagkerfið og bætt lífsgæði.

„Umhverfis- og loftslagsáætlun ESB styrkir meðal annars verkefni sem efla hringrásarhagkerfið með nýrri tækni og lausnum og styrkinn fengum við til að vinna að nákvæmlega því. Við teljum verkefnið tvímælalaust til þess fallið að geta aukið innlent fæðuöryggi og styrkt áfallaþol íslensks samfélags með framleiðslu á innlendum áburði með þessum hætti,“ segir Þorvaldur.

„Framleiðsla á tilbúnum áburði er, eins og menn vita, afskaplega mengandi iðnaður og áburðarverð á heimsmarkaði hefur hækkað gríðarlega síðustu ár, sem gerir bændum landsins erfitt fyrir. Þar fyrir utan er áburðarframleiðsla á meginlandinu að miklu leyti háð orku frá Rússlandi, sem gerir kaup á slíkum áburði svo sem ekkert mikið meira spennandi í ljósi stöðu mála. Okkar von og trú er að með því að framleiða áburð með þessum hætti hér á Íslandi getum við tekið stórt skref í átt að sjálfbærni landsins í áburðarmálum,“ segir Þorvaldur.

Skylt efni: Terraforming

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...