Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jón Stefánsson, oddviti Eyjafjarðarsveitar.
Jón Stefánsson, oddviti Eyjafjarðarsveitar.
Fréttir 29. mars 2017

Eyjafjarðarsveit kannar möguleika á kolefnisjöfnun og kolefnabókhaldi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Ef í ljós kemur að um viðráðanlegt verkefni er að ræða munum við að öllum líkindum framkvæma það,“ segir Jón Stefánsson, oddviti í Eyjafjarðarsveit, en á fundi sveitarstjórnar fyrr í mánuðinum var samþykkt að skoða möguleika á kolefnisjöfnun og upptöku kolefnisbókhalds fyrir Eyjafjarðarsveit. Umhverfisnefnd hefur verið falið að skoða málið nánar.
 
Landbúnaður er aðalatvinnuvegur í Eyjafjarðarsveit og honum fylgir losun kolefnis. Jón segir að ekki liggi fyrir hversu mikil hún nákvæmlega er, fyrsta skrefið er að taka ákvörðun um að skoða hvort möguleiki sé á að taka upp kolefnisbókhald fyrir sveitarfélagið. „Við höfum aðeins verið að skoða þetta og þær tölur sem við sjáum við lauslega athugun segja okkur að svonefnt kolefnisfótspor frá landbúnaði á Íslandi geti verið á bilinu 12 til 80% af heildarlosun landsins. Þar á milli er auðvitað himinn og haf. Ef til vill ræðst þessi mikli munur af því hvernig framræsla mýrlendis er sett inn í jöfnuna. Við munum freista þess að láta reikna þetta nákvæmlega fyrir okkur og þá kemur í ljós hver staðan er og framhaldið metið út frá henni,“ segir hann.
 
Mikil umræða hefur undanfarið verið um losun kolefnis frá landbúnaði og að mati Jóns í heldur neikvæðum tón í garð bænda. „Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja og bændum þykir á stundum að sér vegið. Það er augljóst að mínu mati að í þeim efnum horfi menn ekki alltaf á heildarmyndina í samhengi,“ segir Jón.
 
Mikil skógrækt og stór votlendissvæði vinna með okkur
 
Tvennt vinnur mjög með sveitarfélaginu, mikil skógrækt og stór votlendissvæði, hvoru tveggja atriði sem skapa sterkt mótvægi við losun kolefnis. Jón segir bændur víða um land atkvæðamikla í skógrækt samhliða sínum búrekstri og þar séu Eyfirðingar engin undantekning, víða megi sjá myndarlega skóga og skógarreiti á jörðum þar í sveit. Þá megi ekki líta fram hjá stórum votlendissvæðum sem er að finna í sveitarfélaginu.
 
 „Bændur og landeigendur hér í sveit hafa síst legið á liði sínu þegar að skógrækt og uppgræðslu lands kemur. Ég veit að margir þeirra hafa áhuga á að ráðstafa stórum svæðum af sínum jörðum undir enn frekari skógrækt. Landbúnaður er með blómlegra móti í Eyjafjarðarsveit og okkur er fullkunnugt um að honum fylgir töluverð kolefnislosun. Við því viljum við bregðast með því að taka til í okkar ranni. Fyrsta skrefið er að átta sig á umfanginu og þegar það er ljóst að skoða þá möguleika sem fyrir hendi eru til að jafna hana út.“
 
Viljum vera í fremstu víglínu
 
Íbúar í Eyjafjarðarsveit eru ríflega 1.000 talsins og segir Jón að almennt séu þeir framsæknir í umhverfismálum, vilji gjarnan vera í fremstu víglínu þegar að þeim málaflokki kemur. Þeir hafi nú stigið fyrsta skrefið, með ákvörðun um að kortleggja kolefnisfótspor sveitarfélagsins og í framhaldinu að kanna hvort raunhæft sé að Eyjafjarðarsveit geti orðið kolefnishlutlaust sveitarfélag í náinni framtíð. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...