Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Fréttir 28. desember 2017

Fækkað og endurskipað í samráðshóp um búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Hópurinn á að ljúka störfum í lok árs 2018.

Í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Upphaflega var lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hefur fulltrúum fjölgaði í þrettán. Nú hefur verið ákveðið fækka þeim að nýju og verður óskað eftir nýjum tilnefningum á næstu dögum. Tryggt verður að störf hópsins endurspegli áform búvörulaga um „aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni.“

Starfið gekk vel þrátt fyrir ólíkar skoðanir
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann eigi eftir að sjá hvað ráðherra ætlar sér með því að endurskipa í hópinn. „Ef ætlunin er að hafa nefndina sjö manna eins og lagt var upp með í upphafi tel ég það í góðu lagi.“ Sindri segir að mikill hugmyndafræðilegur munur hafi verið í hópnum sem Þorgerður Katrín skipaði en starfið í honum hafi gengið vel þrátt fyrir að langt hafi verið í land með að ná niðurstöðu.

Fjölgað úr sjö í þrettán
Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, skipaði hópinn í nóvember 2016. Í upphafi voru sjö í hópnum sem ætlað var að skoða möguleika á endurskoðun búvörusamningsins árið 2019. Eftirmaður Gunnars Braga í starfi, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, endurskipaði í hópinn og fjölgaði fulltrúum í honum í þrettán fljótlega eftir að hún tók við embætti. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...