Fækkun fugla og apa dregur úr dreifingu fræja
Fuglar og apar eru duglegir við að dreifa fræjum og eru víða órjúfanlegur hluti viðhalds náttúrulegra vistkerfa. Afleiðing ofveiða á öpum og fuglum er minni útbreiðsla á fræjum margra harðviðategunda.
Apar og fuglar í hitabeltinu sem borða stór aldin með mörgum litlum eða fáum stórum fræjum eru afkastamiklir frædreifarar þegar dýrin skila fræjunum af sér á ferðalagi sínu milli svæða. Eftir á vaxa upp tré á við og dreif um skóginn en ekki eingöngu í kringum móðurtréð og á þetta við um ýmsar eftirsóttar trjátegundir sem unninn er úr harðviður.
Í hitabeltisskógum þar sem fækkun apa og fugla hefur verið mest hefur einnig dregið sýnilega úr nývexti harðviðartrjáa.