Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Meirihluti erfðanefndar landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn.
Meirihluti erfðanefndar landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn.
Mynd / Kristín Friðriksdóttir
Fréttir 14. febrúar 2024

Fær ekki innflutningsleyfi fyrir tvo hænsnastofna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna umsókn um innflutningsleyfi fyrir tvo hænsnastofna.

Í apríl árið 2022 fékk Matvælastofnun umsókn um innflutningsleyfi til þess að flytja inn 60 frjó hænsnaegg frá norska genabankanum, í þeim tilgangi að koma á fót litlu ræktunarbúi og selja hænur af þeim hænsnastofni til þeirra sem hafa áhuga á að stunda smábúskap og halda bakgarðshænur sem gæludýr og til eigin eggja- og kjötframleiðslu.

Matvælastofnun óskaði eftir umsögn frá erfðanefnd landbúnaðarins vegna umsóknarinnar. Erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um málið en komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu. Meirihlutinn taldi að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn og þar með útþynningu hans og gæti einnig skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins, sem væri viðkvæmur og bæri að vernda eftir fremsta megni. Álit minnihlutans var hins vegar það að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af þeim stofnum sem flytja ætti inn. Matvælastofnun ákvað að hafna umsókn um innflutning vegna neikvæðra umsagna meirihlutans þann 1. desember 2022.

Umsækjandi kærði ákvörðunina þá til matvælaráðuneytisins. Taldi hann að Matvælastofnun hefði ekki virt stjórnarskrárbundin réttindi hans til atvinnu og hafi misbeitt valdi sínu við afgreiðslu málsins. Matvælastofnun taldi hins vegar ekki tilefni til þess að víkja frá áliti erfðanefndar landbúnaðarins, sem hefur lögbundna aðkomu að afgreiðslu umsóknar um leyfi til innflutnings af þessu tagi.

Þá er bent á það í úrskurðinum að hvergi í lögum og reglugerðum komi fram að umsögn erfðanefndar landbúnaðarins þurfi að vera einróma í slíkum málum. Því kemst matvælaráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Matvælastofnun hafi verið heimilt að byggja mat sitt á umsókninni um innflutningsleyfi á umsögn meirihluta nefndarinnar.

Því staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar með úrskurði sem kveðinn var upp þann 16. janúar síðastliðinn.

Skylt efni: hænsnahald

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...