Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Meirihluti erfðanefndar landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn.
Meirihluti erfðanefndar landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn.
Mynd / Kristín Friðriksdóttir
Fréttir 14. febrúar 2024

Fær ekki innflutningsleyfi fyrir tvo hænsnastofna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna umsókn um innflutningsleyfi fyrir tvo hænsnastofna.

Í apríl árið 2022 fékk Matvælastofnun umsókn um innflutningsleyfi til þess að flytja inn 60 frjó hænsnaegg frá norska genabankanum, í þeim tilgangi að koma á fót litlu ræktunarbúi og selja hænur af þeim hænsnastofni til þeirra sem hafa áhuga á að stunda smábúskap og halda bakgarðshænur sem gæludýr og til eigin eggja- og kjötframleiðslu.

Matvælastofnun óskaði eftir umsögn frá erfðanefnd landbúnaðarins vegna umsóknarinnar. Erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um málið en komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu. Meirihlutinn taldi að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn og þar með útþynningu hans og gæti einnig skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins, sem væri viðkvæmur og bæri að vernda eftir fremsta megni. Álit minnihlutans var hins vegar það að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af þeim stofnum sem flytja ætti inn. Matvælastofnun ákvað að hafna umsókn um innflutning vegna neikvæðra umsagna meirihlutans þann 1. desember 2022.

Umsækjandi kærði ákvörðunina þá til matvælaráðuneytisins. Taldi hann að Matvælastofnun hefði ekki virt stjórnarskrárbundin réttindi hans til atvinnu og hafi misbeitt valdi sínu við afgreiðslu málsins. Matvælastofnun taldi hins vegar ekki tilefni til þess að víkja frá áliti erfðanefndar landbúnaðarins, sem hefur lögbundna aðkomu að afgreiðslu umsóknar um leyfi til innflutnings af þessu tagi.

Þá er bent á það í úrskurðinum að hvergi í lögum og reglugerðum komi fram að umsögn erfðanefndar landbúnaðarins þurfi að vera einróma í slíkum málum. Því kemst matvælaráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Matvælastofnun hafi verið heimilt að byggja mat sitt á umsókninni um innflutningsleyfi á umsögn meirihluta nefndarinnar.

Því staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar með úrskurði sem kveðinn var upp þann 16. janúar síðastliðinn.

Skylt efni: hænsnahald

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...