Félagskerfi BÍ einfaldað og skilvirkni aukin
Upp eru hugmyndir um að einfalda félagskerfi landbúnaðarins og að tekið verði mið af félagskerfi bænda í Danmörku. Samkvæmt tillögu sem lögð er fram á búnaðarþing er þetta gert til að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri Bændasamtaka Íslands.
Í tillögunni er lagt til að búnaðarsamböndum á landinu verði fækkað úr 11 í 4 og að hvert þeirra ná yfir stærri svæði. Einnig er lagt til að bændur í fámennum búgreinum og með afmarkaða dreifingu verði aðilar að BÍ í gegnum sérsambönd. Verði tillagana samþykkt munu aðildarsambönd BÍ fækka úr 27 í 14.
Lagt er til að starfsmenn búgreinafélaganna flytjist til Bændasamtaka Íslands en starfi áfram að framgangi viðkomandi búgreina. Í tillögunni er einnig lagt til að stjórnarmenn BÍ verði 9 í stað 5 eins og nú er.