Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Flugumferð um Húsavíkurflugvöll hefur aukist verulega á liðnum árum og útlit fyrir að met verði slegið í farþegafjölda á þessu ári.
Flugumferð um Húsavíkurflugvöll hefur aukist verulega á liðnum árum og útlit fyrir að met verði slegið í farþegafjölda á þessu ári.
Fréttir 20. apríl 2016

Félagsmenn Framsýnar hafa sparað sér um 50 milljónir króna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Veruleg aukning hefur orðið á flugi til Húsavíkur milli ára. Í febrúarmánuði 2015 fóru 674 farþegar um Húsavíkurflugvöll á móti 1.518 farþegum í febrúar 2016. Um er að ræða aukningu upp á 125%. 
 
Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur 15. apríl 2012. Á árunum 2013 og 2014 fóru um 9.800 farþegar um völlinn á ársgrundvelli. Á árinu 2015 fjölgaði farþegum upp í tæplega 12.000 farþega. Frá þessu segir á vef Framsýnar-stéttarfélags.
 
Framsýn gerði fyrst stéttarfélaga samning við flugfélagið um sérkjör fyrir félagsmenn, í nóvember árið 2013 og hafa félagsmenn frá þeim tíma flogið um 7.500 ferðir sem sparað hefur þeim um 50 milljónir frá miðlungsfargjaldi. Um leið hefur sætanýting í flugvélum Ernis orðið mun betri, enda jafngildir þessi fjöldi flugmiða tæplega 400 bókuðum flugferðum miðað við stærð vélanna. Flogið er flesta daga og allt upp í þrjár ferðir á dag.
 
Framkvæmdir á svæðinu sem tengjast uppbyggingu á Bakka auk sívaxandi ferðaþjónustu mun styrkja flugumferð um Húsavíkurflugvöll enn frekar. Fyrir liggur að á árinu 2016 verður slegið met í farþegafjölda um Húsavíkurflugvöll frá þeim tíma sem Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...