Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Mynd / HKr.
Fréttir 18. september 2020

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífinu á svæðinu með sérstaka áherslu á ferða­þjónustuna. Þar kemur skýrt fram hvað vægi ferðaþjónustu óx gríðarlega á Suðurlandi frá 2008 til 2019, eða úr 7% að meðaltali í 18,1%.

Um miðjan mars 2020, þegar ljóst var að COVID-19 myndi hafa mikil áhrif á samfélag og atvinnulíf á Suðurlandi, hófust Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) handa við að greina möguleg áhrif sem COVID-19 gæti valdið. Frá þeim tíma hefur stór hluti verkefna þróunarsviðs SASS snúist um mótvægisaðgerðir og stuðning við atvinnulíf á Suðurlandi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á ferðaþjónustuna, sem hefur verið í miklum ólgusjó það sem af er ári.

Rúmlega 55% nýrra starfa varð til í ferðaþjónustu

Störfum í heild fjölgaði mikið á Suðurlandi á tímabilinu 2012 til 2019, eða um 3.491 einstakling í aðalstarfi. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 1.937, eða 55,4% allra nýrra starfa. Íbúum fjölgaði á sama tíma um 4.834. Um 13% fyrirtækja á Suðurlandi störfuðu í ferðaþjónustu á árinu 2019.

Rúmlega helmingur starfa í Mýrdalshreppi í ferðaþjónustu

Í þeim sveitarfélögum þar sem vægi ferða­þjónustunnar er hvað hæst er mest fjölgun aðalstarfa á milli ára. Ferðaþjónustustörfum fjölgaði sem dæmi um 634% á milli áranna 2009–2019 í Mýrdalshreppi. Árið 2019 var rúmlega helmingur aðalstarfa í Mýrdalshreppi í ferðaþjónustu, eða 52,3%. Árið 2009 var hlutfallið þar 15,3%. Næsthæst, árið 2019, var hlutfallið í Skaftárhreppi, 51,1%. Lægst, árið 2019, var hlutfallið í Ölfusi, 10,3%.

Nær helmingur starfsmanna kemur frá útlöndum

Þessari miklu aukning í ferða­þjónustu hefur verið mætt að verulegu leyti með erlendu vinnuafli. Þannig voru 41% ársverka erlendra ríkisborgara á Suðurlandi á árinu 2019 í ferðaþjónustu. Ársverk í ferðaþjónustu voru 3.124 á árinu 2019. Þar af voru erlendir ríkisborgarar 1.517 (48,6%) og íslenskir ríkisborgarar 1.607 (51,4%). Hlutfall erlendra ríkisborgara af öllu atvinnulífinu á Suðurlandi er 21,4%.

Um 79% tekna atvinnugreina í Mýrdalshreppi kom úr ferðaþjónustu

Hlutfall rekstrartekna í ferðaþjónustu af heildar rekstrartekjum allra atvinnugreina á Suðurlandi á árinu 2018 var 17% á Suðurlandi. Hæst var hlutfallið í Mýrdalshreppi, 78,7% og þar á eftir í Skaftárhreppi, 55,1%. Lægst var hlutfallið í Vestmannaeyjum, 3,9%.

15% lægri meðallaun í ferðaþjónustu en öðrum greinum

Ferðaþjónustan skapar 18,8% starfa á Suðurlandi og 16% launa. Heildarlaun í ferðaþjónustu 2019 voru tæpar 16 milljarðar króna. Meðallaun í þessari grein á Suðurlandi voru 423 þúsund krónur á mánuði árið 2019, eða um 15% lægri en meðallaun almennt á Suðurlandi á sama tíma.

Hæst meðallaun í ferðaþjónustu voru í Vestmannaeyjum, eða 513 þús. á mánuði.

Skylt efni: ferðaþjónusta

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...