Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Mynd / HKr.
Fréttir 18. september 2020

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífinu á svæðinu með sérstaka áherslu á ferða­þjónustuna. Þar kemur skýrt fram hvað vægi ferðaþjónustu óx gríðarlega á Suðurlandi frá 2008 til 2019, eða úr 7% að meðaltali í 18,1%.

Um miðjan mars 2020, þegar ljóst var að COVID-19 myndi hafa mikil áhrif á samfélag og atvinnulíf á Suðurlandi, hófust Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) handa við að greina möguleg áhrif sem COVID-19 gæti valdið. Frá þeim tíma hefur stór hluti verkefna þróunarsviðs SASS snúist um mótvægisaðgerðir og stuðning við atvinnulíf á Suðurlandi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á ferðaþjónustuna, sem hefur verið í miklum ólgusjó það sem af er ári.

Rúmlega 55% nýrra starfa varð til í ferðaþjónustu

Störfum í heild fjölgaði mikið á Suðurlandi á tímabilinu 2012 til 2019, eða um 3.491 einstakling í aðalstarfi. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 1.937, eða 55,4% allra nýrra starfa. Íbúum fjölgaði á sama tíma um 4.834. Um 13% fyrirtækja á Suðurlandi störfuðu í ferðaþjónustu á árinu 2019.

Rúmlega helmingur starfa í Mýrdalshreppi í ferðaþjónustu

Í þeim sveitarfélögum þar sem vægi ferða­þjónustunnar er hvað hæst er mest fjölgun aðalstarfa á milli ára. Ferðaþjónustustörfum fjölgaði sem dæmi um 634% á milli áranna 2009–2019 í Mýrdalshreppi. Árið 2019 var rúmlega helmingur aðalstarfa í Mýrdalshreppi í ferðaþjónustu, eða 52,3%. Árið 2009 var hlutfallið þar 15,3%. Næsthæst, árið 2019, var hlutfallið í Skaftárhreppi, 51,1%. Lægst, árið 2019, var hlutfallið í Ölfusi, 10,3%.

Nær helmingur starfsmanna kemur frá útlöndum

Þessari miklu aukning í ferða­þjónustu hefur verið mætt að verulegu leyti með erlendu vinnuafli. Þannig voru 41% ársverka erlendra ríkisborgara á Suðurlandi á árinu 2019 í ferðaþjónustu. Ársverk í ferðaþjónustu voru 3.124 á árinu 2019. Þar af voru erlendir ríkisborgarar 1.517 (48,6%) og íslenskir ríkisborgarar 1.607 (51,4%). Hlutfall erlendra ríkisborgara af öllu atvinnulífinu á Suðurlandi er 21,4%.

Um 79% tekna atvinnugreina í Mýrdalshreppi kom úr ferðaþjónustu

Hlutfall rekstrartekna í ferðaþjónustu af heildar rekstrartekjum allra atvinnugreina á Suðurlandi á árinu 2018 var 17% á Suðurlandi. Hæst var hlutfallið í Mýrdalshreppi, 78,7% og þar á eftir í Skaftárhreppi, 55,1%. Lægst var hlutfallið í Vestmannaeyjum, 3,9%.

15% lægri meðallaun í ferðaþjónustu en öðrum greinum

Ferðaþjónustan skapar 18,8% starfa á Suðurlandi og 16% launa. Heildarlaun í ferðaþjónustu 2019 voru tæpar 16 milljarðar króna. Meðallaun í þessari grein á Suðurlandi voru 423 þúsund krónur á mánuði árið 2019, eða um 15% lægri en meðallaun almennt á Suðurlandi á sama tíma.

Hæst meðallaun í ferðaþjónustu voru í Vestmannaeyjum, eða 513 þús. á mánuði.

Skylt efni: ferðaþjónusta

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...