Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Brennihlíð 3 – Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Jón Sigurðsson.
Brennihlíð 3 – Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Jón Sigurðsson.
Fréttir 17. október 2016

Fimm umhverfisviðurkenningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarfélagið Skagafjörður veitti á dögunum umhverfisviðurkenningar, þær voru alls fimm að þessu sinni. 
 
Soroptmistaklúbbur Skaga­fjarðar hefur séð um framkvæmdina þau tólf ár sem viðurkenningar hafa verið veittar. Fyrirkomulagið var með hefðbundnu sniði, sex hópar skiptu með sér svæðinu frá Fljótum inn allan Skagafjörð að Hofsvöllum og út að Hrauni á Skaga. Hóparnir fóru tvisvar um sitt svæði yfir sumarið og skiluðu inn tillögum. Frá þessu er sagt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 
Valnefnd klúbbsins hefur að mörgu að hyggja og endurskoðar reglulega viðmiðin varðandi matið. Sem dæmi um þau atriði sem horft er á og gefin einkunn fyrir er m.a. frágangur bygginga, geymsla tækja og áhalda, viðhald girðinga, almenn umgengni og heildarmynd húsa, lóða og sveitabýla.
 
Að sögn Soroptmistasystra er umgengni stöðugt að batna í sveitarfélaginu og íbúar að gera umhverfið snyrtilegt og fallegt en í þessu eins og mörgu öðru má oft gott bæta. „Ef við íbúar erum tilbúin að sinna okkar nánasta umhverfi, þó það sé utan lóðarmarka, við að tína rusl og uppræta illgresi þá er hægt að ná miklum árangri sem er til ánægju fyrir okkur sjálf og þá sem sækja okkur heim,“ segja þær systur ennfremur og hvetja íbúa í Skagafirði til að leggja sitt af mörkum til að fegra fjörðinn. Á þeim tólf árum sem Soroptmista­klúbburinn hefur haft veg og vanda af tilnefningum til umhverfisverðlauna í Skagafirði hafa 73 staðir fengið viðurkenningu og í ár voru veittar fimm viðurkenningar í flokkunum; lóð í þéttbýli, lóð við fyrirtæki, sveitabýli án búskapar og lóð við opinbera stofnun. 

5 myndir:

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...