Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Afleiðingar viðskiptabannsins við Rússa er m.a. að finnskir kúabændur misstu þar afar mikilvæg viðskipti. Á árinu 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40% og svipað eða meira á síðasta ári vegna lækkunar á mjólk.
Afleiðingar viðskiptabannsins við Rússa er m.a. að finnskir kúabændur misstu þar afar mikilvæg viðskipti. Á árinu 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40% og svipað eða meira á síðasta ári vegna lækkunar á mjólk.
Fréttir 28. mars 2017

Finnskir kúabændur uggandi yfir stöðunni

Höfundur: Bondebladet /ehg
Þegar Rússar lokuðu landamærunum árið 2014 fyrir mjólkurvörur frá Evrópusambandinu var það byrjun á mjög erfiðu tímabili fyrir finnska mjólkurbændur. 
 
Áður en mjólkurkvótarnir voru fjarlægðir í apríl árið 2015 áttu finnskir mjólkurbændur í erfiðleikum en rússneski markaðurinn var þeim mjög mikilvægur. 
 
Í lok árs 2014 var útflutningur á mjólkurvörum til Rússlands upp á um 750 milljónir evra og þar vógu vörur með aukið virði þyngst, eins og ostur og smjör í neytendapakkningum. Í Rússlandi voru margir efnamiklir neytendur sem keyptu vörurnar en salan stöðvaðist nánast á einni nóttu. Nú þurftu finnskir mjólkurbændur að hugsa nýjar leiðir og urðu þeir í staðinn að framleiða iðnaðarsmjör og mjólkurduft sem leiddi af sér tap upp á um 150 milljónir evra. Þetta var um 15 prósent af mjólkurverðinu sem hefur hríðfallið og ekki skilað sér aftur til bænda.
 
Árið 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40 prósent og í fyrra voru tölurnar ekki betri og því eru finnskir mjólkurbændur uggandi yfir stöðunni.
 
Þrátt fyrir þetta hefur ekki verið mikið um gjaldþrot í greininni heldur hafa bændurnir ýmist hætt, tekið meiri lán eða gert samninga þannig að þeir geti haldið áfram og stóla á að bjartari tímar séu fram undan. 
 

Skylt efni: Finnskir kúabændur

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...