Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Afleiðingar viðskiptabannsins við Rússa er m.a. að finnskir kúabændur misstu þar afar mikilvæg viðskipti. Á árinu 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40% og svipað eða meira á síðasta ári vegna lækkunar á mjólk.
Afleiðingar viðskiptabannsins við Rússa er m.a. að finnskir kúabændur misstu þar afar mikilvæg viðskipti. Á árinu 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40% og svipað eða meira á síðasta ári vegna lækkunar á mjólk.
Fréttir 28. mars 2017

Finnskir kúabændur uggandi yfir stöðunni

Höfundur: Bondebladet /ehg
Þegar Rússar lokuðu landamærunum árið 2014 fyrir mjólkurvörur frá Evrópusambandinu var það byrjun á mjög erfiðu tímabili fyrir finnska mjólkurbændur. 
 
Áður en mjólkurkvótarnir voru fjarlægðir í apríl árið 2015 áttu finnskir mjólkurbændur í erfiðleikum en rússneski markaðurinn var þeim mjög mikilvægur. 
 
Í lok árs 2014 var útflutningur á mjólkurvörum til Rússlands upp á um 750 milljónir evra og þar vógu vörur með aukið virði þyngst, eins og ostur og smjör í neytendapakkningum. Í Rússlandi voru margir efnamiklir neytendur sem keyptu vörurnar en salan stöðvaðist nánast á einni nóttu. Nú þurftu finnskir mjólkurbændur að hugsa nýjar leiðir og urðu þeir í staðinn að framleiða iðnaðarsmjör og mjólkurduft sem leiddi af sér tap upp á um 150 milljónir evra. Þetta var um 15 prósent af mjólkurverðinu sem hefur hríðfallið og ekki skilað sér aftur til bænda.
 
Árið 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40 prósent og í fyrra voru tölurnar ekki betri og því eru finnskir mjólkurbændur uggandi yfir stöðunni.
 
Þrátt fyrir þetta hefur ekki verið mikið um gjaldþrot í greininni heldur hafa bændurnir ýmist hætt, tekið meiri lán eða gert samninga þannig að þeir geti haldið áfram og stóla á að bjartari tímar séu fram undan. 
 

Skylt efni: Finnskir kúabændur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...